The West Wing (4. þáttaröð)

Fjórða þáttaröðin af The West Wing var frumsýnd 25. september 2002 og sýndir voru 23 þættir.

Leikaraskipti

Leikarinn Rob Lowe yfirgaf þáttinn og í stað hans kom Joshua Malina sem Will Bailey. Leikkonan Lily Tomlin var ráðin til þess að leika forsetaritarann Debbie Fiderer.

Aðalleikarar

Aukaleikarar

Gestaleikarar

Þættir

Titill Höfundur Leikstjóri Sýnt í U.S.A. Þáttur nr.
20 Hours in America, Part I Aaron Sorkin Christopher Misiano 25.09.2002 1 - 66
Donna, Josh og Toby verða eftir í Indiana þegar bílalestin fer á undan þeim.
20 Hours in America, Part II Aaron Sorkin Christopher Misiano 25.09.2002 2 - 67
Donna, Josh og Toby halda áfram ferð sinni aftur til Hvíta hússins. Charlie heldur áfram leit sinni að forsetaritaranum. Sprengja springur í háskóla í miðju sundmóti.
College Kids Aaron Sorkin (sjónvarpshandrit)
Debora Cahn og Mark Goffman (saga)
Alex Graves 02.10.2002 3 - 68
Josh og Toby reyna finna leið til að aðstoða foreldra að borga háskólagjöldin. Leo spyr lögfræðingin Jordan Kendall um lögfræðiaðstoð.
The Red Mass Aaron Sorkin (sjónvarpshandrit)
Eli Attie (saga)
Vincent Misiano 09.10.2002 4 - 69
Lögreglu-umsátur í Idaho verður flókið þegar ungur drengur vantar læknisaðstoð. Starfsmennirnir reyna að semja um fjölda kappræða við repúblikana í komandi kosningum. Leo ræðir við varnarmálaráðherra Ísraels um rannsókn Qumars.
Debate Camp Aaron Sorkin (sjónvarpshandrit)
Willam Sind og Michael Oates Palmer (saga)
Paris Barclay 16.10.2002 5 - 70
Spennan eykst milli Ísraels og Qumar sem forsetinn verður að sinna. Á sama tíma undirbýr hann sig fyrir verðandi kappræður með starfsmönnum sínum.
Game On Aaron Sorkin og Paul Redford Alex Graves 30.10.2002 6 – 71
Forsetinn ferðast til Kaliforníu til að taka þátt í forseta kappræðunum. Sam gerir samning sem hann á erfitt með að bakka út úr.
Election Night Aaron Sorkin (sjónvarpshandrit)
David Gerken og David Handelman (saga)
Jot Hutman 14.11.2002 6 - 50
Forsetakosningarnar eru í fullu gangi og niðurstöðurnar eru komnar inn. Bæði Charlie og Abby hafa áhyggjur af heilsu forsetans. Sigur demókrata í Kaliforníu hefur áhrif á starfsferil og einkalíf Sams.
Process Stories Aaron Sorkin (sjónvarpshandrit)
Paula Yoo og Lauren Schmidt (saga)
Christopher Misiano 13.11.2002 8 – 73
Eftir sigur forsetans í kosningunum þá þarf C.J. að takast á við kosningastjóra sem er að stela sviðsljósinu. Donna kynnist yfirlautinantinum Jack Reese. Plan Leos til að vera með Jordan Kendall er rofið vegna hugsanlegs valdaráns í Venezúela.
Swiss Diplomacy Kevin Falls og Eli Attie Christopher Misiano 20.11.2002 9 - 74
Forsetinn íhugar pólitískar afleiðingar þess að leyfa syni harðlínu-æðstaklerks frá Íran að fljúga til Bandaríkjanna til að fara í lífhættulega skurðaðgerð.
Arctic Radar Aaron Sorkin (sjónvarpshandrit)
Gene Sperling (saga)
John David Coles 27.11.2002 10 - 75
Sam yfirgefur Hvíta húsið og flytur til Kaliforníu til að vinna að kosningabaráttu sinni. Á meðan á Toby erfitt með að skrifa vígsluræðu forsetans og nýtur á endanum aðstoðar Wills Bailey sem Sam mælti með.
Holy Night Aaron Sorkin Thomas Schlamme 11.12.2002 11 - 76
Zoey Bartlet kemur í heimsókn með kærasta sinn. Faðir Tobys kemur einnig í heimsókn. Blaðamaðurinn Danny Concannon snýr aftur með tilgátu um hver drap varnarmálaráðherra Qumar. Snjóstormur skellur á.
Guns Not Butter Eli Attie, Kevin Falls og Aaron Sorkin Bill D´Elia 08.01.2003 12 - 77
Starfsmennirnir reyna að vinna öldungardeildina á sitt band með því að koma frumvarpi um hjálparaðstoð í gegn. Á sama tíma reynir Charlie að vinna hug Zoey aftur.
The Lond Goodbye Jon Robin Baitz Alex Graves 15.01.2003 13 - 78
C.J. fer til Ohio til að vera viðstödd nemendamót í gamla menntaskóla sínum og sjá um veikan föður sinn sem er með Alzheimer. Á sama tíma reynir Toby að sinna starfi hennar.
Inauguration, Part I Aaron Sorkin (sjónvarpshandrit)
Michael Oates Palmer og William Sind (saga)
Christopher Misiano 05.02.2003 14 - 79
Forsetinn og starfsmennirnir undirbúa sig fyrir vígsluathöfnina en á samatíma eykst ófriðarástandið í Kundu. Charlie reynir að finna réttu Biblíuna fyrir forsetann.
Inauguration: Over There Aaron Sorkin (sjónvarpshandrit)
David Gerken og Gene Sperling (saga)
Lesli Linka Glatter 12.02.2003 15 – 80
Forsetinn þarf að taka ákvarðanir varðandi ástandið í Kundu. Toby vill að Will fái stöðuhækkun og Josh kemst að því að ummæli í blöðunum kom frá Donnu.
The California 47th Aaron Sorkin (sjónvarpshandrit)
Lauren Schmidt og Paula Yoo (saga)
Vincent Misiano 19.02.2003 16 - 81
Forsetinn ferðast til Orange-sýslunnar til að aðstoða Sam í kosningabaráttunni. Toby og Charlie lenda í fangelsi eftir átök og forsetinn rekur aðstoðarmenn Sams.
Red Haven´s Fire Aaron Sorkin (sjónvarpshandrit)
Mark Goffman og Deborah Cahn (saga)
Alex Graves 26.02.2003 17 - 82
Forsetinn bíður eftir niðurstöðum úr hernaðarárás í Afríku. Toby reynir að reka kosningabaráttu Sams og Josh rekst á við forsetafrúnna.
Privateers Paul Redford, Debora Cahn og Aaron Sorkin (sjónvarpshandrit)
Paul Redford og Debora Cahn (saga)
Alex Graves 26.03.2003 18 - 83
Forsetafrúin biður Amy um að koma í veg fyrir að mikilvægt frumvarp um hjálparaðstoð fari ekki í gegn. Charlie heldur áfram að vinna Zoey aftur.
Angel Maintenance Eli Attie og Aaron Sorkin (sjónvarpshandrit)
Eli Attie og Kevin Falls (saga)
Jessica Yu 02.04.2003 19 - 84
Vélarbilun í hjólabúnaði forsetaflugvélarinnar gerir það að verkum að hún hringsólar yfir norðausturhluta landsins á meðan reynt er að laga bilunina.
Evidence of Things Not Seen Aaron Sorkin (sjónvarpshandrit)
Eli Attie og David Handelman (saga)
Christopher Misiano 23.04.2003 20 - 85
Pókerspil starfsmannanna er rofið. Á sama tíma þarf forsetinn að koma í veg fyrir að njósnagervihnöttur lendi ekki í höndum Rússa. Josh tekur viðtal við umsækjanda um starf lögfræðiráðgjafa hjá Hvíta húsinu.
Life on Mars Aaron Sorkin (sjónvarpshandrit)
Paul Redford og Dee Dee Myers (saga)
John David Coles 30.04.2003 21 - 86
Venjulegur blaðaleki endar á uppgvötun á alvarlegu hneykslismáli sem skekur stjórn forsetans.
Commencement Aaron Sorkin Alex Graves 07.05.2003 22 - 87
Forsetinn veltir fyrir sér hvað hann eigi að segja við útskrift Zoey og á sama tíma reynir C.J. að stoppa Danny frá því að segja frá mikilvægri frétt. Charlie reynir að ákveða hvort hann eigi að standa við loforð sem hann gerði við Zoey á meðan þau voru saman.
Twenty Five Aaron Sorkin Christopher Misiano 14.05.2003 23 - 88
Forsetahjónin sitja í öngum sínum eftir að fréttir berast að Zoey hafi verið rænt. Fyrrverandi eiginkona Tobys fæðir tvíbura. Þátturinn endar á því að forsetinn stígur til hliðar og þingforsetinn Glen Allen Walken gerist forseti þar sem enginn varaforseti er til staðar.

Tilvísanir

Heimild