Dulé Hill

Dulé Hill
Dulé Hill við tökur á sjöttu þáttaröðinni af Psych, 27. júlí 2011.
Dulé Hill við tökur á sjöttu þáttaröðinni af Psych, 27. júlí 2011.
Upplýsingar
FæddurKarim Dulé Hill
3. maí 1975 (1975-05-03) (49 ára)
Ár virkur1988 -
Helstu hlutverk
Charlie Young í The West Wing
Burton Gus Guster í Psych

Dulé Hill (fæddur Karim Dulé Hill 3. maí 1975) er bandarískur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sín í The West Wing og Psych.

Einkalíf

Hill fæddist í East Brunswick, New Jersey og ólst upp í Sayreville[1].

Hill hóf dansnám þriggja ára gamall við Wildey School of Dance.[2] Hann stundaði nám í viðskiptafræði við Seton Hall háskólann og stundaði leiklist við William Esper Studio.[3]

Hill giftist Nicole Lyn árið 2004 en í nóvember 2012 sótti Hill um skilnað.[4]

Ferill

Leikhús

Fyrsta leikhúsverk Hill var í söngleiknum The Tap Dance Kid á Broadway sem varaleikari. Var hann síðan hluti af leikhópnum sem ferðaðist um Bandaríkin til að sýna söngleikinn.[5] Hann hefur einnig komið fram í Stick Fly og Bring in ´Da Noise, Bring in ´Da Funk [6].

Sjónvarp

Fyrsta sjónvarpshlutverk Hill var árið 1992 í þættinum Ghostwriter. Kom hann síðan fram sem gestaleikari í þáttum á borð við New York Undercover, Cosby, The Jamie Foxx Show og Chicken Soup for the Soul.

Árin 1999 – 2006 lék Hill aðstoðarmann forsetans, Charlie Young, í bandaríska dramaþættinum The West Wing.

Hill hefur síðan 2006 leikið Burton Gus Guster í spennu- og gamanþættinum Psych.

Kvikmyndir

Fyrsta kvikmyndahlutverk Hill var árið 1988 í Good Old Boy: A Delta Boyhood. Árið 1999 lék hann síðan í She´s All That á móti Freddie Prinze, Jr, Rachael Leigh Cook, Matthew Lillard og Paul Walker. Hefur hann síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Sexual Life, Whisper, Gayby og Nostalgia.

Kvikmyndir og sjónvarp

Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1988 Good Old Boy: A Delta Boyhood Robert E. Lee
1993 Sugar Hill Roemello Skuggs (Aldur 17)
1999 She´s All That Preston
2000 Men of Honor Red Tail
2003 Holes Sam the Onion Man
2005 Sexual Life Jerry
2005 Edmond Sharper
2005 The Numbers Brady
2006 The Guardian Ken Weatherly
2007 Whisper Miles
2008 Remarkable Power Reggie
2012 Gayby Adam
2012 Walk & Talk: The West Wing Reunion Charlie Young
2012 Walk & Talk: The West Wing Reunion: Behind the Scenes Charlie Young
2012 Nostalgia Gabe Robinson, Jr.
2013 Miss Dial Popcorn caller Kvikmyndatökum lokið
2012 Gator Farm Jay Í eftirvinnslu
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1992 Ghostwriter Körfuboltadrengur Þáttur: To Catch a Creep: Part 1
1993 CityKids John ónefndir þættir
1993 American Playhouse ónefnt hlutverk Þáttur: Hallelujah
1995 New York Undercover Georgie Þáttur: CAT
1995 All My Children Simon Þáttur sýndur 6. Júlí 1995
1995 New York News Raymond Gates Þáttur: New York News
1997 The Ditchdigger´s Daughters Ungur Donald Sjónvarpsmynd
1997 Color of Justice Kameel Sjónvarpsmynd
1997 Cosby Marcus Þáttur: Shall We Dance?
1998 Smart Guy Calvin Tierney Þáttur: Gotta Dance
1999 The Jamie Foxx Show Dansari Þáttur: Taps for Royal
1999 Love Songs Leroy Sjónvarpsmynd
Partur: A Love Song for Dad
1999 Chicken Soup for the Soul ónefnt hlutverk Þættir: Mother´s Day
2004 10.5 Dr. Owen Hunter Sjónvarpsmynd
2006 Psych Webisodes Burton Guster Sjónvarpsmínisería
1999-2006 The West Wing Charlie Young 136 þættir
2007 Independent Lens Bill Strayhorn Þáttur: Billy Strayhorn: Lush Life
2006 – 2014 Psych Burton Gus Guster 95 þættir

Leikhús

Verðlaun og tilnefningar

Image verðlaunin

  • 2013: Tilnefndur sem besti leikari í dramaseríu fyrir Psych.
  • 2012: Tilnefndur sem besti leikari í gamanseríu fyrir Psych.
  • 2011: Tilnefndur sem besti leikari í gamanseríu fyrir Psych.
  • 2010: Tilnefndur sem besti leikari í gamanseríu fyrir Psych.
  • 2009: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í gamanseríu fyrir Psych.
  • 2008: Tilnefndur sem besti leikari í gamanseríu fyrir Psych.
  • 2005: Tilnefndur sem besti leikari í sjónvarpsmynd, míniseríu eða dramasérþætti fyrir 10.5.
  • 2005: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2004: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2002: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2001: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu fyrir The West Wing.

NAMIC Vision verðlaunin

  • 2010: Tilnefndur sem bestu frammistöðu í gamanþætti fyrir Psych.

Primetime Emmy verðlaunin

  • 2002: Tilnefndur sem besti leikari í aukahlutverki í dramaseríu fyrir The West Wing.

Screen Actors Guild verðlaunin

  • 2006: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2005: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2004: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2003: Tilnefndur sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2002: Verðlaun sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.
  • 2001: Verðlaun sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.

Tilvísanir

  1. Ævisaga Dulé Hill á IMDB síðunni
  2. http://news.google.com/newspapers?id=RO4gAAAAIBAJ&sjid=N3IFAAAAIBAJ&dq=dule%20hill%20ballet%20national%20tour&pg=1157%2C6180231
  3. „Dule Hill: The Enduring Rage of Dutchman“. Broadway.com. 13. febrúar 2007. Sótt 28. maí 2011.
  4. „Dule Hill Files for Legal Separation“. Sótt 21. desember 2012.
  5. http://news.google.com/newspapers?id=RO4gAAAAIBAJ&sjid=N3IFAAAAIBAJ&dq=dule%20hill%20ballet%20national%20tour&pg=1157%2C6180231
  6. Leikhúsferill Dulé Hill á Internet Broadway Database síðunni

Heimildir

Tenglar