Táragas er almennt heiti á ýmsum tegundum eiturgass sem yfirleitt eru ekki lífshættulegar. Ef slíkt gas berst í augu veldur það sviða og táraflóði. Táragas er flokkað sem taugagas og telst þar af leiðandi til efnavopna. Það er oft notað af óeirðalögreglu til að dreifa hópum fólks.
Að kvöldi Friðardagsins8. maí1945 kom til óeirða milli breskra hermanna og Íslendinga. Var það að hátíðarhöldum loknum. Þá safnaðist mikill mannfjöldi saman á götum Reykjavíkur, þ.á m. stórir hópar breskra sjóðliða. Í fyrstu var mannfjöldin rólegur, en allmargir sjóliðar voru talsvert undir áhrifum víns og söfnuðust þar í hópa í miðbænum. Brátt safnaðist að þeim mikill hópur manna, sem slóst í för með þeim, aðallega drengir og unglingar. Þegar leið á kvöldið kom til grjótkasts milli hermanna og Íslendinga. Í Morgunblaðinu10. maí 1945 stendur, og er vitnað í skýrslu lögreglunnar:
Íslenskum lögreglumönnum, sem þarna voru, og breskum, tókst brátt að skilja hópana að, en grjótkastið hélt áfram. Varð lögreglan að beita kylfum í viðureign þessari, sem stóð yfir á aðra klukkustund. Mannfjöldin dreifðist þá um Miðbæinn, en ókyrrð hélst. Lögreglustjóri breska hersins fór fram á það við lögreglustjórann í Reykjavík, að notað yrði táragas, en lögreglan í Reykjavík færðist undan því í lengstu lög. Skömmu seinna fór breska lögreglan að nota táragas á sitt eindæmi til þess að dreifa mannfjöldanum. [..] Þar eð óspektir voru víðar í bænum og vænta mátti alvarlegra óeirða á ýmsum stöðum, tók stjórn lögreglunnar í Reykjavík þá ákvörðun að nota táragas. [..] Þessar aðgerðir lögreglunnar báru þann árangur, að óspektum linnti með öllu hér í bænum á tiltölulega skömmum tíma. [1]
Óeirðirnar á Austurvelli 1949
Óeirðirnar á Austurvelli eða Slagurinn á Austurvelli voru óeirðir, sem urðu á Austurvelli miðvikudaginn 30. mars 1949, þegar samþykkt var þingsályktunartillaga um inngöngu Íslands í Norður-Atlantshafsbandalagið - NATÓ. Andstæðingar, stuðningsmenn og almennir borgarar flykktust á Austurvöll til að láta óánægju sína í ljós, en sumir andstæðinganna létu grjóti, eggjum og mold rigna yfir Alþingishúsið. Lögregla ákvað að dreifa mannfjöldanum með því að varpa táragasi á hann.
Siglufjörður, 26. júlí, 1959
Táragasi var beitt á Siglufirði þann 26. júlí árið 1959.
Samkvæmt frétt Morgunblaðsins var kallað til lögreglunnar vegna rúðu sem brotin hafði verið á Hótel Höfn. Lögreglan var fámenn og réði ekki við mannfjöldan utan við hótelið. Því brá hún á það ráð að notast við táragas. Táragasið barst inn í danssal hússins og greip um sig ofsahræðsla og reiði. [2]
Austurvöllur, 22. janúar, 2009
Um klukkan 00:30, aðfaranótt 22. janúar, 2009, skaut lögregla táragasi að mótmælendum við Alþingishúsið. [3] Þá höfðu mótmælendur lagt eld að dyrum Alþingishússins. [4]