Suður-ameríski draumurinn

Suður-ameríski dramurinn voru Íslenskir sjónvarpsþættir, sýndir á Stöð 2 árið 2018 þar sem að Auðunn Blöndal, Steinþór Hróar Steinþórsson, Sverrir Þór Sverrisson og Pétur Jóhann Sigfússon kepptust í því að ferðast um Suður-Ameríku. Í þættinum voru tvö lið, Auddi og Steindi og Sveppi og Pétur.

Þættirnir voru framhaldsþættir Ameríska draumsins árið 2010, Evrópska draumsins árið 2012 og Asíska draumsins árið 2017. Framhaldsþátturinn Alheimsdraumurinn var sendur út árið 2025.

Staða

Auddi og Steindi
Þáttur Áskorun Stig Land
1 Ganga í maroon ættbálkinn 54 Kingston, Jamakía
2 Setja höfuðið í glerkassa með tíu sporðdrekum í 128 Bógóta, Kólumbía
3 Fara í Kólumbíska yfirheyrslu 178
4 Hjóla niður hættulegasta veg í heimi 237 La Paz, Bólivía
5 Takast á við hörðustu konur heims í glímu 298
6 Fara í svifsstökk yfir Ríó 342 Rio de Janeiro, Brasílía
7 Fara í býflugnabúr 363
8 Leysa þrautir víðs vegar um Búenos Aíres 415 Búenos Aíres, Argentína
Sveppi og Pétur
Þáttur Áskorun Stig Land
1 Fara í glímu við dverg 43 Mexíkóborg, Mexíkó
2 Fara í drykkjukeppni með tekíla 122
3 Fara í nautahlaup 185 San José, Kosta Ríka
4 Sveifla sér í trjánum í aparólugarði 248
5 Láta úr sér illa anda 316 Líma, Pérú
6 Borða naggrís sem að er þjóðarréttur Perú 265
7 Fara í drekaflug yfir fjöllum Síle 367 Santíagó, Síle
8 Leysa þrautir víðs vegar um Búenos Aíres 402 Búenos Aíres, Argentína

Pilla

Pilla er hindrun sem liðin geta sett á hvort annað. Pillan á að hægja liðið í stigasöfnun. Listi yfir pillur:

  • Fara í búninga
  • Haltur leiðir blindan - Annar með heyrnatól og hinn með bundið fyrir augun
  • Safna stigi á nóttunni
Þáttur Pilla Lið
3 Fara í búninga Sveppi og Pétur
Haltur leiðir blindan Auddi og Steindi
6 Safna stigi á nóttunni Auddi og Steindi
Haltur leiðir blindan Sveppi og Pétur

Úrslit

Liðin þurftu að leysa þrautir víðs vegar um höfuðborg Argentínu, Búenos Aíres. Liðin þurfti að kaupa nokkra hluti víðs vegar um borgina, bannað var að hlaupa, en vandinn var sá að hlutirnir í leiðbeiningunum sem liðin fá var á spænsku.

Liðin þurfa að kaupa eftirfarandi hluti:
  • Nautakjöt
  • Rauðvín
  • Kaupa eitthvað tengt Che Guevara
  • Kaupa eitthvað fótboltatengt
  • Safna stigi í reglubókinni í almenningsgarði
  • Taka mynd af sér með minnismerki í Argentínu
  • Finna torg sem er með íslenska fánanum á

Liðið sem er á undan að gera allt þetta fær 30 stig. Auddi og Steindi voru á undan og fengu 30 stig.

Auddi og Steindi unnu keppnina.