Snorri Markússon

Snorri Markússon (d. 1313) var íslenskur lögmaður á 14. öld. Hann bjó á Melum í Melasveit og er í sumum heimildum kallaður Mela-Snorri.

Snorri var sonur Markúsar Böðvarssonar á Melum, Þórðarsonar í Bæ, og voru Markús og Snorri Sturluson systkinasynir og þeir Þorleifur í Görðum og Böðvar í Bæ voru bræður hans. Kona Markúsar var Hallbera Snorradóttir frá Melum. Snorri og Guðmundur Sigurðsson urðu lögmenn 1302, eftir að Hákon háleggur hafði gefist upp á tilraun sinni til að skipa Íslendingum erlenda lögmenn, og var konungi svarið land og þegnar á Alþingi það ár. Snorri var lögmaður sunnan og austan til 1306.

Kona Snorra var Helga, óskilgetin dóttir Ketils Þorlákssonar lögsögumanns. Sonur þeirra var Þorsteinn Snorrason ábóti á Helgafelli (d. 1351).

Heimild


Fyrirrennari:
Loðinn af Bakka
Lögmaður sunnan og austan
(13021306)
Eftirmaður:
Guttormur Bjarnason