Heitið er dregið af latneska heitinu Scandināvia. Það deilir trúlega uppruna með heitinu Skánn. Bæði heitin Skandinavía og Skánn eru talin eiga upptök í frumgermönsku rótinni *Skaþinawjō (af *skaþô (skaði) og *awjō (ey)) sem síðar myndaði Scedenig í fornensku og Skáney í fornnorrænu,[1] sem er nú Skánn á íslensku. Heitið Skandinavía merkti þá hugsanlega skaðleg ey, sem hefur ef til vill átt við varasamar sandeyrar og sker undan ströndum Skáns.[2]
↑Helle, Knut (2003). "Introduction". The Cambridge History of Scandinavia. Ed. E. I. Kouri et al. Cambridge University Press, 2003. ISBN 0-521-47299-7.
↑Haugen, Einar (1976). The Scandinavian Languages: An Introduction to Their History. Cambridge, Massachusetts: Harvard University Press, 1976.