Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages

Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages – skammstafað SkP – er útgáfuverkefni, sem gengur út á að gefa út í nýrri vísindalegri útgáfu öll varðveitt dróttkvæði frá Íslandi og Noregi.

Útgáfan mun að mestu leysa af hólmi hið mikla verk Finns Jónssonar, Den Norsk-Islandske Skjaldedigtning, Kbh. 1912–1915, og önnur hliðstæð rit.

Útgáfan er samvinnuverkefni fræðimanna frá mörgum löndum og hefur verið komið upp vefsíðu þar sem hægt er að kynna sér verkefnið og framgang þess.

Nokkrir Íslendingar taka þátt í verkefninu, t.d. dr. Guðrún Nordal, forstöðumaður Árnastofnunar. Hún er m.a. ritstjóri 4. bindis.

Komin eru út fimm bindi af níu sem áætluð eru, þ.e. 1., 2., 3., 7. og 8. bindi:

  • 1. Diana Whaley (ritstj.): Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages, Vol. I. Poetry from the King's Sagas 1, from mythical times to c. 1035, Brepols, Turnhout 2012. — Tvær bækur.
  • 2. Kari Ellen Gade (ritstj.): Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages, Vol. II. Poetry from the King's Sagas 2, c. 1035 to c. 1300, Brepols, Turnhout 2009. — Tvær bækur.
  • 3. Edith Marold og Kari Ellen Gade (ritstj.): Poetry from Treatises on Poetics, 2017
  • 4. Guðrún Nordal (ritstj.): Poetry on Icelandic History
  • 5. Tarrin Wills, Kari Ellen Gade og Margaret Clunies Ross (ritstj.): Poetry in Sagas of Icelanders
  • 6. Edith Marold, Vivian Busch og Jana Krüger (ritstj.): Runic Poetry
  • 7. Margaret Clunies Ross (ritstj.): Skaldic Poetry of the Scandinavian Middle Ages, Vol. VII. Poetry on Christian Subjects, Brepols, Turnhout 2007. — Tvær bækur.
  • 8. Margaret Clunies Ross (ritstj.): Poetry in fornaldarsögur, 2017
  • 9. Hannah Burrows (ritstj.): Bibliography and Indices

Tengt efni

Heimildir

  • Vefsíða verkefnisins, í ágúst 2010.
  • Bergsveinn Birgisson: Ritdómur um 7. bindið, í Griplu 19, Rvík 2008, 283–290.

Tenglar