Gosinu fylgdu aska og eiturefni sem barst um landið. Mikil gosmóða, rík af brennisteinssamböndum, barst út í gufuhvolfið og varð hennar vart um allt norðurhveljarðar. Veturinn á eftir var harður um alla Evrópu en einkum þó á Íslandi, búfé féll og hungursneyð ríkti. Hörmungarnar sem fylgdu Skaftáreldum eru kallaðar Móðuharðindin eftir gosmóðunni. Þær stóðu yfir til ársins 1785. Talið að sauðfé hafi fækkað um allt að 80%, hrossum um 60% og nautgripum um 50%. Þessar hörmungar kostuðu meira en 10.000 manns (rúmlega 20% þjóðarinnar) lífið.
Í Eldriti sínu lýsir Jón Steingrímsson (kallaður eldklerkur) eldgosinu og eftirmálum þess á landinu.
Skaftáreldar höfðu áhrif annars staðar en á Íslandi. Þeir ollu kólnun um hálft stig á norðurhveli í eitt ár eða svo.