Jón Steingrímsson

Skaftáreldahraun

Jón Steingrímsson (fæddur á Þverá í Blönduhlíð 10. september 1728 – dáinn á Prestsbakka á Síðu 11. ágúst 1791), kallaður eldklerkur, var prestur, læknir og náttúrufræðingur. Þjónaði á Prestsbakka (við Kirkjubæjarklaustur) á tímum Skaftárelda og síðar móðuharðinda.

Foreldrar Jóns voru Steingrímur Jónsson og Sigríður Hjálmarsdóttir. Faðir Jóns dó þegar hann var á tíunda ári og þar sem móðir hans var efnalítil voru litlar líkur á að drengurinn kæmist til mennta en þegar Ludvig Harboe og Jón Þorkelsson Thorcillius fóru um landið, meðal annars til að kanna menntun, vakti Jón athygli þeirra vegna kunnáttu sinnar og eftir inntökupróf vorið 1744 var hann tekinn inn í Hólaskóla og tóku þeir Harboe og Jón Þorkelsson að sér að greiða skólagjöld fyrir hann fyrsta veturinn en síðan fékk hann skólaölmusu.

Jón lauk stúdentsprófi 1750 og varð síðan djákni og ráðsmaður á Reynistað. Þar giftist hann 1753 ekkju Jóns Vigfússonar klausturhaldara á Reynistað, Þórunni Hannesdóttur Scheving (1718 - 1784), dótturdóttur Steins Jónssonar biskups. Þau fluttu að Frostastöðum í Blönduhlíð sama ár. Þau eignuðust saman fimm dætur, Sigríði, Jórunni, Guðnýju, Katrínu og Helgu, en Þórunn átti líka þrjú börn úr fyrra hjónabandi, Vigfús, Karitas og Jón. Þau ólust upp hjá Jóni og móður sinni og átti Jón eftir að reynast þeim erfiður síðar.

Þórunn átti jarðir suður í Mýrdal og ákváðu þau að flytja þangað. Haustið 1755 flutti Jón að Hellum í Reynishverfi og bjó þar í helli ásamt bróður sínum um veturinn en eiginkona hans kom ekki fyrr en vorið eftir þar sem hún átti von á barni. Á leiðinni suður urðu þeir bræður vitni að upphafi Kötlugossins 1755, sem var mesta Kötlugos á sögulegum tíma. Þá hefur hann líklega fengið áhuga á eldgosum og hann skráði meðal annars sögu Kötlugosa frá landnámi til 1311.

Jón bjó á Hellnum í fimm ár og búnaðist vel, var formaður á árabát og þótti fiskinn. Hann var svo vígður til prests, fyrst í Sólheimaþingum og bjó á Felli og árið 1778 fékk hann Kirkjubæjarklaustursprestakall og bjó á Prestbakka á Síðu. Um leið varð hann prófastur í Vestur-Skaftafellssýslu. Á Prestbakka var hann þegar Skaftáreldar hófust árið 1783 og flúði aldrei þaðan, heldur var allan tímann í miðju hörmunganna og eru rit hans helstu heimildir um eldana, en hann skrifaði strax skýrslur um ástandið og árið 1788 samdi hann yfirlitsritið Fullkomið skrif um Síðueld, sem yfirleitt er kallað Eldritið.

Jón varð frægur fyrir eldmessu sína (20. júlí 1783), sem talin var hafa valdið því að hraunstraumur stöðvaðist áður en hann eyddi byggð og mjög fór að draga úr gosi.

Þórunn kona Jóns dó árið 1784 og 1787 kvæntist hann seinni konu sinni, Margréti Sigurðardóttur, en þau voru barnlaus. Jón Steingrímsson var starfandi prestur allt til æviloka árið 1791. Hann skrifaði ævisögu sína sem þó var ekki ætluð til útgáfu, heldur var hún hugsuð fyrir dætur hans og afkomendur þeirra og er að hluta varnarrit og merk heimild um 18. öld. Litlu munaði að hún glataðist því að systursonur hans fékk ritið lánað með því skilyrði að hann brenndi það þegar hann hefði lokið lestrinum en það stóð hann ekki við og því varðveittist ævisagan. Hún var fyrst gefin út 1913 og hefur komið í nokkrum útgáfum síðan.

Jón var vel menntaður og hafði áhuga á mörgu, meðal annars á læknisfræði og stundaði lækningar, skar meðal annars æxli af manni, og skildi eftir sig handrit að lækningabókum. Hann var líka áhugasamur um framfarir í landbúnaði og var verðlaunaður af konungi fyrir garðhleðslu.

Kapellan á Kirkjubæjarklaustri, sem var vígð árið 1974, er helguð minningu Jóns.

Peningapakkamálið

Stuttu eftir að Skaftáreldum lauk í febrúar 1784 ferðaðist Jón fótgangandi vestur frá heimili sínu að Prestbakka. Fyrst kom hann við í Skálholti og hitti Finn Jónsson biskup, en fór þaðan á Bessastaði og hitti Lauritz Thodal stiftamtmann. Tilgangur ferðar Jóns var að fá styrk til þess að geta haldist við búskap yfir sumarið og komandi vetur. Á Bessastöðum fékk Jón peninga fyrir sig sjálfan, 60 ríkisdali, en auk þeirra 600 ríkisdali í reiðufé í innsigluðum pakka sem honum var falið að flytja til Lýðs Guðmundssonar sýslumanns í Vestur-Skaftafellssýslu. En Lýður átti að nota þá til þess að kaupa búfénað úr nærliggjandi sveitum fyrir þá bændur sem hefðu orðið fyrir skaða af eldgosinu.

Á leiðinni opnaði Jón pakkann í félagi við annan mann, Sigurð Ólafsson klausturhaldara Kirkjubæjarklausturs, og deildi út fé til bænda sem hann mætti á leiðinni, auk þess sem hann skammtaði sér úr pakkanum sjálfur. Fyrir þetta var Jón kærður af stiftamtmanni til rentukammers í Kaupmannahöfn og þurfti á endanum að borga sekt og biðjast opinberlega afsökunar. Jón taldi aðra embættismenn hafa komið illa fram við sig í þessu máli og mun það vera að stórum hluta ástæða þess að hann hóf ritun sjálfsævisögu sinnar.[1]

Glefsur úr Eldriti

Áður en þessi landplága og jarðeldur yfir féll voru mikil landgæði og árgæzka, þó yfir tæki það síðasta árið, því í undanfarin nokkur ár hafði ei verið þvílík blómgan og ávöxtur á öllum með spökustu veðráttu til lands og sjávar.
En hvílíkt stjórnarleysi, andvara- og iðrunarleysi hér í Vestri-Skaftafellssýslu var um þann tíma, sérdeilis í þessu Kirkjubæjar- eður Kleifarþinglagi, hjá allmörgum, er sorglegra til frásagnar, en ég geti þar orðum eytt að. Hér lifðu menn í sælgæti matar og drykkjar, sumir orðnir svo matvandir, einkanlegast þjónustufólk, húsgangslýður og letningjar, að ei vildu nema þá allra beztu og krydduðu fæðu, drykkjuskapur og tóbakssvall fór að sama lagi, að á einu ári upp gekk hér í gildi, heimboð og þess kyns brennivín upp á 4000 fiska.

Tenglar

  • „Örn Bjarnason: Séra Jón Steingrímsson, líf hans og lækningar. Læknablaðið, 12. tbl. 2006“.
  • Örn Bjarnason: Séra Jón Steingrímsson, líf hans og lækningar II. Læknablaðið, 2007.
  • Æfisaga Jóns prófasts Steingrímssonar á Bækur.is
  1. Jón Kristinn Einarsson. Jón Steingrímsson og útdeiling styrkfjár sumarið 1784.

Read other articles:

Provinsi Iwami (石見国code: ja is deprecated , iwami no kuni) adalah provinsi lama Jepang yang berada di wilayah yang sekarang menjadi bagian barat prefektur Shimane. Iwami berbatasan dengan provinsi Aki, Bingo, Izumo, Nagato, dan provinsi Suo. Ibu kota berada di kota yang sekarang disebut Hamada. Di zaman Sengoku, wilayah Iwami dikuasai klan Mōri yang berkedudukan di provinsi tetangga Aki. lbsProvinsi lama Jepang Aki Awa (Kanto) Awa (Shikoku) Awaji Bingo Bitchu Bizen Bungo Buzen Chikugo...

 

  لمعانٍ أخرى، طالع بريت أندرسون (توضيح). هذه المقالة يتيمة إذ تصل إليها مقالات أخرى قليلة جدًا. فضلًا، ساعد بإضافة وصلة إليها في مقالات متعلقة بها. (يوليو 2019) بريت أندرسون   معلومات شخصية الميلاد 8 سبتمبر 1986 (38 سنة)  إينيسفيل  مواطنة أستراليا  الحياة العملية الم...

 

2nd Miss Grand Malaysia pageant Miss Grand Malaysia 2017DateAugust 4, 2017PresentersNigel ChinBrynn LovettVenueGrand Pacific Ballroom, Evolve Concept Mall, Petaling Jaya, SelangorBroadcasterYouTubeEntrants16Placements7WinnerSanjeda John (Sabah)← 20132018 → Miss Grand Malaysia 2017 was the second edition of the Miss Grand Malaysia pageant, held on August 4, 2017,[1][2][3] in the Grand Pacific Ballroom, Evolve Concept Mall, Petaling Jaya, Selangor....

NASCAR Seri Grand National 1965 Sebelum: 1964 Sesudah: 1966 Ned Jarrett tampil menjadi juara di musim 1965. NASCAR Seri Grand National musim 1965 adalah musim ke-17 dari kejuaraan NASCAR seri utama yang diadakan di Amerika Serikat. Musim dimulai pada 17 Januari dengan Motor Trend 500 dan berakhir pada 7 November dengan Tidewater 300. Ned Jarrett memenangkan Kejuaraan Pembalap[1] sementara Ford memenangkan Kejuaraan Produsen lagi.[2] Karena meningkatnya kecepatan mobil, kekhaw...

 

جرمانيةتيتونيةالتوزيعالجغرافي:في جميع أنحاء العالم: شمال وغرب ووسط أوروبا، الأمريكتان (أنغلو-أمريكا والجزر الكاريبية الهولندية وسورينام)، أفريقيا الجنوبية وأوقيانوسياتصنيفات اللغوية:هندية أوروبيةجرمانيةاللغة البدائية:جرمانية بدائيةفروع: جرمانية شمالية جرمانية غربي�...

 

Artikel ini sebatang kara, artinya tidak ada artikel lain yang memiliki pranala balik ke halaman ini.Bantulah menambah pranala ke artikel ini dari artikel yang berhubungan atau coba peralatan pencari pranala.Tag ini diberikan pada November 2022. Artikel ini sebatang kara, artinya tidak ada artikel lain yang memiliki pranala balik ke halaman ini.Bantulah menambah pranala ke artikel ini dari artikel yang berhubungan atau coba peralatan pencari pranala.Tag ini diberikan pada Oktober 2022. Hand R...

Sculpture garden in Ohio, United States Sculpture in the ParkThe garden is easily visible from the street.TypeSculpture gardenLocationOttawa Hills, Ohio, USACreated2004Operated byThe Ottawa Hills Foundation Sculpture in the Park is a non-profit sculpture garden on Arrowhead Point in eastern Ottawa Hills, Ohio, at the five-way intersection of Secor Road, Bancroft Street, and Indian Road. All of the sculptures are large enough to be easily visible from the street, and there is a great deal...

 

Central Coast MarinersNama lengkapCentral Coast Mariners Football Club[1][2]JulukanMarinersNama singkatCCMBerdiri1 November 2004; 19 tahun lalu (2004-11-01)StadionStadion Central Coast(Kapasitas: 20.059)Pemilik mayoritasMichael CharlesworthKetuaMichael CharlesworthPelatih kepalaTony WalmsleyLigaA-League2018/19A-League, ke-10Situs webSitus web resmi klub Kostum kandang Kostum tandang Musim ini Central Coast Mariners FC merupakan sebuah tim sepak bola Australia yang be...

 

Bak kut tehTampilan dekat bak kut tehTempat asalFujian, Tiongkok, Malaysia,[1][2][3][4] Singapura (Versi Tiociu)[5]DaerahKawasan penutur bahasa Hokkian dan Tiociu di Malaysia, Singapura dan Kepulauan Riau (Indonesia)[6]Masakan nasional terkaitMalaysia, SingapuraBahan utamaIga babi, kaldu kaya rempah daun dan bumbu rempah (termasuk bunga lawang, kayu manis, cengkih, dang gui, biji adas dan bawang putih)VariasiHokkian dan TiociuSunting kotak ...

Branch of chemistry This article may require cleanup to meet Wikipedia's quality standards. The specific problem is: the article has poor information content and addresses only a few parts of the topic. Please help improve this article if you can. (January 2011) (Learn how and when to remove this message) Jacobus van 't Hoff (1852–1911), an influential theoretical chemist and the first winner of the Nobel Prize in Chemistry. Theoretical chemistry is the branch of chemistry which develops th...

 

Aero Lloyd ИАТАYP (LL) ИКАОAEF ПозывнойAERO LLOYD Тип общество с ограниченной ответственностью Дата основания 1980 Прекращение деятельности октябрь 2003 Хабы Франкфурт-на-Майне Размер флота 49 Материнская компания BayernLB Штаб-квартира  Германия, Оберурзель, Лессингштрассе 7-9 Сайт web.archive...

 

حزب العمال القومي الاشتراكي الألماني (Nationalsozialistische Deutsche Arbeiterpartei) (بالألمانية: Nationalsozialistische Deutsche Arbeiterpartei)‏    البلد جمهورية فايمار ألمانيا النازية  التأسيس تاريخ التأسيس 1920 المؤسسون آنتون دريكسلر  تاريخ الحل 1945 حزب العمال الألماني،  وحزب الشعب الوطني الألماني&#...

Частина серії проФілософіяLeft to right: Plato, Kant, Nietzsche, Buddha, Confucius, AverroesПлатонКантНіцшеБуддаКонфуційАверроес Філософи Епістемологи Естетики Етики Логіки Метафізики Соціально-політичні філософи Традиції Аналітична Арістотелівська Африканська Близькосхідна іранська Буддій�...

 

SorøKotaAkademi Sorø Lambang kebesaranMotto: Skolebyen SorøSorøKoordinat: 55°26′N 11°34′E / 55.433°N 11.567°E / 55.433; 11.567Negara DenmarkRegionSjællandMunisipalitasSorøPemerintahan • Wali KotaGert JørgensenLuas • Luas perkotaan5,43 km2 (210 sq mi)Populasi (2022)[1] • Perkotaan7.999 • Kepadatan perkotaan0,015/km2 (0,038/sq mi) • Gender [2]...

 

Историческая областьМёзия  Медиафайлы на Викискладе Мёзия в составе Римской империи, около 117 г. н. э. Мёзия (лат. Moesia, греч. Μοισία, болг. Мизия, серб. Мезија) — историческая область между Нижним Дунаем и Балканскими горами, населённая фракийскими племенами (мё...

This article may require cleanup to meet Wikipedia's quality standards. The specific problem is: The language is clumsy in several places. Please help improve this article if you can. (June 2022) (Learn how and when to remove this message) Transfer manoeuvre between two orbits Hohmann transfer orbit, labelled 2, from an orbit (1) to a higher orbit (3) An example of a Hohmann transfer orbit between Earth and Mars, as used by the NASA InSight probe:   InSight ·  ...

 

This article needs additional citations for verification. Please help improve this article by adding citations to reliable sources. Unsourced material may be challenged and removed.Find sources: History of Latin – news · newspapers · books · scholar · JSTOR (October 2011) (Learn how and when to remove this message) One of the seven ceiling frescoes painted by Bartolomeo Altomonte in his 80th year for the library of Admont Abbey. An allegory of the Enl...

 

For sister and heiress of Vermudo III, see Sancha of León. Queen of León SanchaQueen of León (de jure)Reign24 September – 11 December 1230 (de jure)PredecessorAlfonso IXSuccessorFerdinand IIICo-monarchDulceBorn1191/2Diedbefore 1243Villabuena, Cacabelos, LeónBurialMonastery of Villabuena de CarracedoHouseCastilian House of IvreaFatherAlfonso IX of León and GaliciaMotherTeresa of Portugal Sancha of León (1191/2  – before 1243) was briefly suo jure Queen of León, reignin...

This article does not cite any sources. Please help improve this article by adding citations to reliable sources. Unsourced material may be challenged and removed.Find sources: 2004 UCI Road World Championships – news · newspapers · books · scholar · JSTOR (June 2019) (Learn how and when to remove this message) 2004 UCI Road World ChampionshipsVeronaShow map of VenetoVeronaShow map of ItalyVenueVerona, ItalyDate(s) (2004-09-27 - 2004-10-03)27 Sept...

 

3-я гвардейскаяштурмовая авиационнаяВалдайско-КовельскаяКраснознамённаяордена Суворовадивизия Вооружённые силы ВС СССР Вид вооружённых сил ВВС РККА Род войск (сил) штурмовая авиация Почётные наименования «Валдайская» «Ковельская» Формирование 18.03.1943 г. Расформирова...