Verk Stevensons hafa verið gríðarlega vinsæl og hann er í 25. sæti yfir mest þýddu höfunda heims. Fjöldi kvikmynda hefur verið gerður eftir sögum hans. Vegna vinsælda hans og þeirrar tegundar afþreyingarbókmennta sem hann fékkst við var hann seint tekinn alvarlega af fræðimönnum og það er ekki fyrr en á síðustu áratugum sem hann hefur verið metinn til jafns við höfunda eins og Joseph Conrad og Henry James.