Rijeka

Rijeka

Rijeka (ítalska: Fiume) er aðalhafnarborg Króatíu og þriðja stærsta borg landsins. Hún stendur við Kvarnerflóa í Adríahafi. Íbúar voru 128.624 árið 2011 en á stórborgarsvæðinu búa um 250 þúsund manns. Borgin á sér langa sögu en Rómverjar endurbyggðu eldri borg og nefndu hana Flumen. Borgin var um aldir ein mikilvægasta hafnarborg Adríahafsins og var oft tekist á um yfirráð í henni. Þegar Austurrísk-ungverska keisaradæmið leystist upp í kjölfar Fyrri heimsstyrjaldar varð borgin bitbein Júgóslavíu og Ítalíu en tveir þriðju íbúa voru þá ítölskumælandi. Þegar Ítalski fasistaflokkurinn komst til valda á Ítalíu var Fiume/Rijeka innlimuð. Eftir ósigur Ítala og Þjóðverja í Síðari heimsstyrjöld fékk Júgóslavía yfirráð yfir borginni og ítölskumælandi íbúar voru markvisst hraktir burt eða teknir af lífi. Undir stjórn Júgóslavíu óx borgin mikið og var stærsta hafnarborg landsins.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.