Í kjölfar fólksfjölgunar og þéttbýlismyndunar á Eskifirði og Búðareyri var ákveðið að skipta hreppnum í þrennt árið 1907. Varð þá Eskifjörður að sérstökum hreppi, Eskifjarðarhreppi, og ströndin utan hans að Helgustaðahreppi. Reyðarfjarðarhreppur náði eftir það aðeins yfir innri hluta Reyðarfjarðar, innan Eskifjarðar.