Rauðsgil er bær sem stendur á bakka samnefnds gljúfragils sem skerst inn í suðurhlíðar Hálssveitar í Reykholtsdal í Borgarfirði.
Í Sturlubók Landnámabókar 21. kafla segir:
|
Rauður hét maður, er nam land (hið syðra) upp frá Rauðsgili til Gilja og bjó að Rauðsgili; hans synir voru þeir Úlfur á Úlfsstöðum og Auður á Auðsstöðum fyrir norðan á, er Hörður vó. Þar hefst (af) saga Harðar Grímkelssonar og Geirs.
|
|
Úlfsstaðir eru 2 km í norð-vestur, handan Reykjadalsár. Kirkjustaðurinn og prestssetrið Reykholt, bær Snorra Sturlusonar, er 4 km í vest-norð-vestur.
Auðsstaðir eru 4 km í aust-norð-austur, sunnan Reykjadalsár og á milli er bærinn Búrfell, sem heitir eftir samnefndu felli í heiðinni sunnan við bæinn. Næsti bær austan Auðsstaða kallast Giljar. Beint á móti Rauðsgili, norðan Reykjadalsár er bærinn Hofstaðir þar sem bjó á tuttugustu öld landsþekktur hestamaður Höskuldur á Hofstöðum.
Eftir Rauðsgili rennur samnefnd á. Í henni er að finna fossa svo sem Bæjarfoss, Laxfoss, Einiberjafoss og svo Tröllafoss, sem er ofan gils. Þegar komið er niður úr gilinu rennur áin norður yfir sléttan dalsbotninn og fellur í Reykjadalsá. Hún kvíslaðist áður um sléttuna, en hefur verið beint í einn farveg með varnargarði. Áin Rauðsgil markar skilin á milli Hálsasveitar og Reykholtsdals, sem voru aðskildir hreppar áður en þeir sameinuðust í það sveitarfelag sem nú (árið 2020) heitir eftir fleiri sameiningar Borgarbyggð. Reykholtsdalshreppur var vestan ár, en Hálssveit austan ár og náði alla leið til Húsafells, Geitlands og Langjökuls.
Neðan við heimatúnið við árkvísl, sem nú er þurr, stendur falleg rétt sem kallast Rauðsgilsrétt. Þangað kemur fé úr Fljótstungurétt og af heiðunum sunnan Hálsasveitar.
Rauðsgil er fæðingastaður Jóns Helgasonar (f. 1899), skálds og prófessors, en eitt af þekktari kvæðum hans nefnist Á Rauðsgili.
|
Enn ég um Fellaflóann geng, finn eins og titring í gömlum streng,
|
|
|
— Jón Helgason prófessor, Upphaf kvæðisins: Á Rauðsgili
|
Fellaflói er mýri á heiðinni sunnan við bæinn á Rauðsgili og nágrannabæinn Búrfell. Um flóann þarf meðal annars að fara til þess að smala fé til rúnings á vorin og að koma því í réttir og hús á haustin.
Heimildir
Tenglar