Hann var þeirrar skoðunar að um leið og allar upphafsaðstæður einhvers lokaðs aflfræðilegs kerfis, svo sem alheimsins, væru þekktar, mætti sjá alla þróun og lok kerfisins fyrir. Þessi kenning telst til löghyggju og er mjög einkennandi fyrir hugarfar vísindamanna í kjölfar Upplýsingarinnar. Þegar Napoleon spurði hann hvar og hvernig guð passaði inn í kenninguna, svarði hann því til að hann hefði enga þörf fyrir þá tilgátu.