Líkindafræði er grein innan stærðfræðinnar sem fjallar um fyrirsjáanleika atburða og líkur á því að sá atburður eigi sér stað. Skilgreining á líkindum er vandasöm, en fræðimenn skipta sér að öllu jöfnu í tvær höfuðfylkingar hvað þetta varðar.
- Hughyggjumenn, sem fylgja að öllu jöfnu kenningum Bayes, álíta að líkindi séu með öllu huglægt fyrirbæri.
- Formhyggjumenn, sem telja að líkindi séu eiginleiki sem atburður hefur.
Menn eru þó almennt á einu máli um aðalatriðin, þ.e., stærðfræðilegu aðferðirnar sem liggja til grundvallar líkindafræði.
Saga líkindafræðinnar
Elstu þekktu rannsóknirnar á líkindafræði voru stundaðar af Pierre de Fermat og Blaise Pascal, en þeir rannsökuðu m.a. líkindi atburða í Baccara og öðrum spilavítaspilum.
Árið 1933 skilgreindi Andrey Kolmogorov líkindafræðilegar frumsendur, sem eru í dag þekktar sem Kolmogorov-frumsendurnar eða Frumsendur líkindafræðinnar, en þær byggja á mengjafræði.
Tengt efni