Líkindafræði

Líkindafræði er grein innan stærðfræðinnar sem fjallar um fyrirsjáanleika atburða og líkur á því að sá atburður eigi sér stað. Skilgreining á líkindum er vandasöm, en fræðimenn skipta sér að öllu jöfnu í tvær höfuðfylkingar hvað þetta varðar.

  1. Hughyggjumenn, sem fylgja að öllu jöfnu kenningum Bayes, álíta að líkindi séu með öllu huglægt fyrirbæri.
  2. Formhyggjumenn, sem telja að líkindi séu eiginleiki sem atburður hefur.

Menn eru þó almennt á einu máli um aðalatriðin, þ.e., stærðfræðilegu aðferðirnar sem liggja til grundvallar líkindafræði.


Saga líkindafræðinnar

Elstu þekktu rannsóknirnar á líkindafræði voru stundaðar af Pierre de Fermat og Blaise Pascal, en þeir rannsökuðu m.a. líkindi atburða í Baccara og öðrum spilavítaspilum.

Árið 1933 skilgreindi Andrey Kolmogorov líkindafræðilegar frumsendur, sem eru í dag þekktar sem Kolmogorov-frumsendurnar eða Frumsendur líkindafræðinnar, en þær byggja á mengjafræði.

Tengt efni

  Þessi stærðfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.