Perlur og svín

Perlur og svín
VHS hulstur
LeikstjóriÓskar Jónasson
HandritshöfundurÓskar Jónasson
Leikarar
Frumsýning10. október 1997
Lengd82 mín.
Tungumálíslenska
AldurstakmarkKvikmyndaskoðun L (kvikmynd)
Kvikmyndaskoðun: Það er nokkrum örðuleikum háð við mat myndarinnar að aðstandendur hennar virðast ekki hafa gert upp hug sinn til hverra verið er að höfða með kímni myndarinnar, barna, fullorðinna eða hvoru tveggja. Út af fyrir ig er að stórum hluta um sakleysislega kímni að ræða, frásögn af hvunndagslegum atburðum. I hinn stað er kímniefni kynlífshjálpartæki hvers konar, lýsing á þeim, eða verið er að munda þau í tíma og ótíma. Það er einkum tvö atriði sérstaklega sem koma til skoðunar þegar aldursmörk eru annars vegar. Í öðru atriðinu segir af því er ein aðal söguhetjan skrýðit sadó-masókískum leðurklæðum hátt og lágt og er hengd hjalparvana í keðjum í vatsrör í lofti kjallaraholu. Vatsrörið gefur sig o flæðir vatn í kjallarann. Söguhetjan fellur í vatnselginn og liggur við drukknun. Er manninum borgið á síðustu stundu. Í hinu atriðinu er gervi(getnaðar)limur manns mundaður og settur "á sinn stað". Ung kona viðhefur "oral" tilburði með tilheyrandi lýsingum og illskiljanlegum viðbrögðum viðstaddra. Ljóst er að hið síðara atriði getur sært bligðunarsemi margra. Hið fyrra skírskotar öðru fremur til ofbeldiskendar, enda er um fólskuverk að ræða og nokkur handalögmal fylgja því atriði í kjölfarið - þó um væga lýsingu sé að ræða. Framangreind tvö atriði, svo og efni myndarinnar, þar sem stöðugt er verið að handleika kynlífshjálpartæki, gefur að athuguðu máli tilefni til að huga að því sem segir í síðasta málsl. 3. gr. reglugerðar um skoðun kvikmynda nr. 388/1995. Í þeirri grein segir að ef atriði í kvikmynd sem ekki sætir aðgangsmörkum (í kvikmyndahúsi), gætu hugsanlega vakið ótta ungra barna skuli auðkenna slíka kvikmynd með sérstakri viðvörun. Þetta telja skoðunarmenn með vísan til framanritðas að eiga við um kvikmyndina Perlur og svín sem hér er til skoðunar. Við merkingu myndarinnar skal þetta gert með sérstökum merkimiða Kvikmyndaskoðunar (hvítur miði) Þar sem gefur til kynna að "atriði í myndinni gætu vakið ótta ungra barna." LH (video)

Perlur og svín er önnur kvikmynd Óskars Jónassonar frá 1997. Hún fjallar um hjón sem eru nýflutt á höfuðborgarsvæðið og hugsa sér að verða rík fljótt í velferðinni í Reykjavík. Þau kaupa sér gamalt bakarí og byrja rekstur. Samkeppnin er þó hörð og hlutirnir fara fljótt að snúast. Kvikmyndin er samstarfverkefni leikstjórans og leikaranna þar sem þau sömdu handritið að mestu leyti saman. Leikararnir vörpuðu fram hugmyndum að persónum og leikstjórinn skrifaði handritið út frá þeim. Fljótlega voru þau farin að heimsækja bakarí víðs vegar um höfuðborgarsvæðið. Bæði prufuðu þau að afgreiða og að baka. Kvikmyndin fékk ágætar viðtökur en athygli vakti að hún var leyfð öllum aldurshópum af Kvikmyndaskoðun. Þóttu sum atriðin alls ekki við hæfi barna og á endanum fékk myndin aldurstakmarkið LH (ekki við hæfi mjög ungra barna) þegar hún var gefin út á myndbandsspólu.

  Þessi kvikmyndagrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.