Pays de la Loire

Pays de la Loire innan Frakklands.
Chateau Montsoreau.

Pays de la Loire er eitt af 18 héruðum Frakklands. Það var skapað á 6. áratug 20. aldar til að vera svæði í kringum borgina Nantes. Héraðið er í Vestur-Frakklandi, er rúmir 32.000 ferkílómetrar og eru íbúar um 3,5 milljónir. Nantes er stærsta borgin en næststærst er Angers.

5 sveitarfélög eru þar: Loire-Atlantique, Maine-et-Loire, Mayenne, Sarthe, og Vendée.

Meðal áhugaverðra staða eru kastalar í Laval, Nantes, konunglega klaustrið í Fontevraud og gamla borgin Le Mans. Loire-dalurinn er á lista UNESCO yfir menningarminjar.