Á 1. f.Kr. voru þar rómverskar herbúðir; Pompelo undir stjórn Pompeiusar herforingja. Á 5. öld náðu Vestgotar yfirráðum yfir svæðinu, á fyrri hluta 8. aldar, Arabar, á seinni hluta 8. aldar, Frankar (Karlamagnús). Konungsríkið Navarra var með aðsetur í borginni frá 905-1512 þar til Konungsríkið Kastilía tók við yfirráðum. Á 19. öld þróaðist málm- og vefnaðariðnaður í borginni.
Knattspyrnuliðið CA Osasuna hefur aðsetur í borginni.