Baskneska (baskneska: Euskara) er tungumál sem talað er í Baskalandi. Baskaland er svæði á Norður-Spáni og Suðvestur-Frakklandi. Baskar eru að reyna að verða sjálfstætt ríki en þeir hafa ekki hlotið sjálfstæði frá Spáni og Frakklandi. Menning Baska er frábrugðin menningu Frakka og Spánverja. Til dæmis er baskneska tungumálið eitt sinnar tegundar og líkist hvorki spænsku, frönsku né öðrum rómönskum tungumálum. Baskneska tungumálið tilheyrir ekki neinni tungumálaætt og er því ekki indóevrópskt mál eins og flest tungumál sem töluð eru nálægt Baskalandi. Elstu textar er frá 1500. Mállýskur eru 8 og innihalda mörg tökuorð úr nálægum málum eins og spænsku, frönsku, latínu.