Oliver Cromwell

Oliver Cromwell
Mynd af Cromwell eftir Samuel Cooper.
Æðsti verndari Englands, Írlands og Skotlands
Í embætti
16. desember 1653 – 3. september 1658
ForveriEnska ríkisráðið
EftirmaðurRichard Cromwell
Persónulegar upplýsingar
Fæddur25. apríl 1599
Huntingdon, Huntingdonshire, Englandi
Látinn3. september 1658 (59 ára) Whitehall-höll, Westminsterborg, enska samveldinu
MakiElizabeth Bourchier ​(g. 1620)
TrúarbrögðPúrítanismi
Börn9
HáskóliSidney Sussex College, Cambridge
Undirskrift

Oliver Cromwell (25. apríl 15993. september 1658) var enskur herforingi og stjórnmálamaður sem leiddi uppreisnina gegn konungsveldinu í Bretlandi í ensku borgarastyrjöldinni. Þegar konungsvaldið var lagt niður 1648 og Enska samveldið varð til var hann í raun einráður og ríkið aðeins lýðveldi að nafninu til og 1653 leysti Cromwell upp langa þingið með valdi, þar sem þá leit út fyrir að það myndi leysa upp her hans, sem taldi þá 50.000 menn. Hann varð því einráður sem æðsti verndari Englands, Írlands og Skotlands frá 16. desember 1653 til dánardags. Sonur hans tók við alræðisvaldinu en reyndist óhæfur, og innan tveggja ára frá láti Cromwells var konungsvaldið endurreist, tíu árum eftir að Karl I Englandskonungur var hálshöggvinn.

Hann fæddist í Huntingdon, Cambridge-skíri og hóf nám við Cambridge-háskóla en lauk ekki prófi. 1628 tók hann sæti á Enska þinginu fyrir Huntingdon. Karl I konungur leysti upp þetta þing 1629 en neyddist til að kalla það saman aftur í Biskupastríðinu 1640 (Langa þingið). Margir þingmenn vildu neita konungi um nýja skatta þar til hann samþykkti að stjórna landinu í samráði við þingið.

Þegar Enska borgarstyrjöldin braust út 1642 gekk Cromwell í þingherinn og stofnaði riddaraliðsflokk í heimasveit sinni. Hann var þá 43 ára og hafði enga reynslu af stríði. Hann reis skjótt í tign innan hersins þar sem hann þótti góður herstjóri og þegar Karl var handsamaður 1646 stjórnaði hann hernum og var því í aðstöðu til að nota hótanir um valdbeitingu til að fá sínu framgengt í þinginu.[1]

Tilvísanir

  1. Þór Whitehead (21. september 1969). „Oliver Cromwell“. Lesbók Morgunblaðsins. bls. 1-2; 14.
  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.