Nusantara

Forseti Indónesíu og ríkisstjóri austur-Kalimantan skoða svæðið sem fer undir borgina.

Nusantara (indónesíska: Ibu Kota Nusantara) er fyrirhuguð höfuðborg Indónesíu. Áætlað var að gera hana að höfuðborg 17. ágúst 2024, en vegna ókláraðra bygginga og gagnrýni ríkisstarfsmanna um flutning hefur það frestast.[1][2][3] Borgin mun verða fullkláruð 2045.[4][5] Hún tekur við af Jakarta sem hefur verið höfuðborgin frá 1945.

Borgin er á austurströnd Borneó við Austur-Kalimantan-hérað. Nálægar borgir eru Balikpapan og Samarinda.

Meðal ástæðna flutningsins er að færa valdajafnvægið frá fjölmennustu eyjunni Jövu og hafa höfuðstaðinn í miðju landsins og fjarri jarðskjálfta- og eldgosasvæði. Tæp 96% íbúa voru andsnúin flutningi á höfuðborginni í könnun. [6]

Tengill

Tilvísanir

  1. Achmad Ibrahim; Edna Tarigan (17. ágúst 2024). „Indonesia holds unfinished future capital's first Independence Day ceremony“. Associated Press.
  2. „PUPR Minister: President Likely to Shift to IKN in September“. IDX Channel.com. Sótt 24. ágúst 2024.
  3. Idris, Muhammad (24. ágúst 2024). „Rencana Awal Juli, Kenapa Jokowi Belum Juga Pindah Kantor ke IKN?“. KOMPAS.com (indónesíska). Sótt 24. ágúst 2024.
  4. „Pembangunan Infrastruktur IKN Berjalan Sesuai Tahapan“. Website Pemerintah Kabupaten Penajam Paser Utara (indónesíska). 9. febrúar 2023.
  5. „Indonesia's new capital Nusantara attracts increased investor interest“. Nikkei Asia (bresk enska). Sótt 16. ágúst 2024.
  6. KedaiKOPI: 95,7 % Responden Jakarta Tak Setuju Ibu Kota Pindah Nasional, sótt 6/3 2023