Í bókinni lýsir höfundurinn því hvernig áhrif henni finnst auglýsingar og vörumerki hafa á líf og líðan fólks. Bókin skiptist í fjóra hluta, „No Space“, „No Choice“, „No Jobs“ og „No Logo“. Í fyrstu þremur hlutunum beinir hún sjónum sínum að neikvæðum áhrifum af áherslu stórfyrirtækja á merkjavöru en í þeim fjórða lýsir hún hinum ýmsu aðferðum sem fólk hefur notað til að verjast þeim áhrifum.
Heimild
Fyrirmynd greinarinnar var „No Logo“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 18. október 2012.