Nýja-Bretland er eyja í Bismarck-eyjaklasanum í Papúa Nýju-Gíneu. Milli eyjunnar og Nýju-Gíneu í vestri er Dampier-sund og milli hennar og Nýja-Írlands í austri er Georgssund. Helstu bæir á eyjunni eru Kokopo og Kimbe.
Fyrstur Evrópubúa til að stíga fæti á eyjuna var William Dampier 27. febrúar 1700.