Nýja-Írland

Kort.
Lega austur af Papúu.

Nýja-Írland er eyja í Bismarck-eyjaklasanum í austur-Papúa Nýju-Gíneu. Hún er rúmir 7400 ferkílómetrar og eru íbúar um 120.000. Eyjan liggur norður af Nýja-Bretlandi. Bærinn Kavieng er höfuðstaðurinn og er hæsti punkturinn Taron-fall; 2.379 metrar.

Snemma á 17. öld komu hollenskir landkönnuðir fyrstir Evrópubúa þangað en talið er að menn hafi verið þar með búsetu í yfir 30.000 ár. Frá 1885 til 1914 var eyjan hluti af þýsku Papúu. Eftir fyrri heimsstyrjöld stjórnaði Ástralía eyjunni þar til hún varð hluti af Papúu.

Á eyjunni er regnskógur en skógeyðing er vandamál þar.

  Þessi Papúa Nýja-Gíneugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.