Moira Kelly

Moira Kelly
Fædd6. mars 1968 (1968-03-06) (56 ára)
Ár virk1991 -
Helstu hlutverk
Mandy Hampton í The West Wing
Karen Roe í One Tree Hill
Eldri Nala í The Lion King
Kate Moseley í The Cutting Edge

Moira Kelly (fædd 6. mars 1968) er bandarísk leikkona sem er þekktust fyrir hlutverk sín í The West Wing, One Tree Hill, The Lion King og The Cutting Edge.

Einkalíf

Kelly er fædd og uppalin í Queens, New York-borg og er af írskum uppruna. Stundaði hún nám við Marymount Manhattan College.[1]

Kelly er gift viðskiptamanninum Steve Hewitt og saman eiga þau tvö börn.

Ferill

Sjónvarp

Fyrsta sjónvarpshlutverk Kelly var árið 1991 í sjónvarpsmyndinni Love, Lies and Murder. Hefur hún síðan þá komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við To Have & to Hold, The Twilight Zone, Heroes og Numb3rs.

Kelly lék stjórnmálaráðgjafann Mandy Hampton í The West Wing frá 1999 – 2000.

Árið 2003 var Kelly boðið hlutverk í unglingadramanu One Tree Hill þar sem hún lék Karen Roe móður Lucas Scott. Lék hún hlutverkið til ársins 2009.

Kvikmyndir

Fyrsta kvikmyndahlutverk Kelly var árið 1991 í The Boy Who Cried Bitch. Árið 1992 þá var henni boðið hlutverk í The Cutting Edge sem listskautadansarinn Kate Moseley. Talaði hún inn á fyrir eldri Nölu í The Lion King árið 1994. Hefur hún síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Unhook the Stars, Changing Habits, The Safety of Objects og The Beautiful Ordinary.

Kvikmyndir og sjónvarp

Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
1991 The Boy Who Cried Bitch Jessica
1991 Billy Bathgate Becky
1992 Thirty Below Zero Lucy
1992 The Cutting Edge Lucky
1992 Twin Peaks: Fire Walk With Me Donna Hayward
1992 Chaplin Hetty Kelly/Oona O´Neill Chaplin
1994 With Honors Courtney Blumenthal
1994 The Lion King Eldri Nala Talaði inn á
1994 Little Odessa Alla Shustervich
1995 The Tie That Binds Dana Clifton
1996 Unhook the Stars Ann Mary Margaret ´Annie´ Hawks
1996 Entertaining Angels: The Dorothy Day Story Dorothy Day
1997 Love Walked In Vera
1997 Changing Habits Susan ´Soosh´ Teague
1997 Drive, She Sai Nadine Ship
1998 Dangerous Beauty Beatrice Venier
1998 Hi-Life Susan
1999 Henry Hill Cynthia
2001 The Safety of Objects Susan Train
2004 A Woman Reported Kona
2006 Two Tickets to Paradise Kate
2007 The Beautiful Ordinary Mrs. Ford
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
1991 Love, Lies and Murder Cinnamon Brown Sjónvarpsmynd
1993 Daybreak Blue Sjónvarpsmynd
1998 Monday After the Miracle Helen Keller Sjónvarpsmynd
1998 To Have & to Hold Annie Cornell 13 þættir
1999-2000 The West Wing Mandy Hampton 22 þættir
2002 Hack Vanessa Griffin Þáttur: My Brother´s Keeper
2002 The Twilight Zone Elizabeth Wicker Þáttur: Found and Lost
2008 Law & Order Katherine Donovan Þáttur: Betrayal
2009 Heroes Abby Collins Þáttur: Chapter Three ´Building 26´
2003-2009 One Tree Hill Karen Roe 90 þættir
2010 Numb3rs Mary Paulson Þáttur: Growin´ Up
2012 A Smile as Big as the Moon Darcy Kersjes Sjónvarpsmynd

Verðlaun og tilnefningar

Screen Actors Guild-verðlaunin

  • 2002: Verðlaun sem besti leikhópur í dramaseríu fyrir The West Wing.

Teen Choice-verðlaunin

  • 2005: Tilnefnd sem besti foreldri í sjónvarpi fyrir One Tree Hill.

Tilvísanir

Heimildir

Tenglar