1 Leikir með meistaraflokkum og mörk talið í aðaldeild liðsins og síðast uppfært 26. nóvember 2019.
2 Landsliðsleikir og mörk uppfærð 26. nóvember 2019.
Margrét Lára Viðarsdóttir (f. 25. júlí1986) er íslensk fyrrum knattspyrnukona. Hún er fædd og uppalin í Vestmannaeyjum og hóf ferilinn aðeins 15 ára gömul með ÍBV í úrvalsdeild kvenna. Síðar hélt hún til Vals þar sem hún vann 4 Íslandsmeistaratitla. Hún skoraði meira en 200 mörk í úrvalsdeild kvenna á Íslandi og er önnur til að gera það og varð fimm sinnum markahæst í deildinni.
Margrét spilaði í Svíþjóð og Þýskalandi á ferlinum, lengst af með Kristianstad. Hún og keppti í meistaradeild Evrópu og varð markahæst þrisvar.
Hún hlaut útnefningu Samtaka íþróttafréttamanna sem Íþróttamaður ársins2007. Margrét er markahæsta landsliðskona Íslands með 79 mörk. Hún lagði skóna á hilluna árið 2019. [1] Hún er sálfræðingur að mennt og starfar sem slíkur.
Afrek
Markahæsti leikmaður efstu deildar árin 2004, 2005, 2006, 2007 og 2008.
Markahæsti leikmaður Evrópukeppni félagsliða kvenna 2007 og 2008.
Markahæsti leikmaður undankeppni EM 2009.
Hefur mest skorað 7 mörk í einum leik í efstu deild.
Flest mörk skoruð á einu keppnistímabili í efstu deild á Íslandi, 38 mörk í 16 leikjum.
Íslandsmeistari fjórum sinnum og bikarmeistari einu sinni.