Magnús Björnsson á Syðra-Hóli (30. júlí 1889 – 20. júlí 1963) var íslenskur alþýðufræðimaður, rithöfundur og bóndi á Syðra-Hóli á Skagaströnd.
Magnús, sem var sjálfmenntaður að mestu, ritaði mest þætti og frásagnir og voru margar þeirra birtar í tímaritum. Voru þrjár bækur gefnar út með þáttum Magnúsar; Mannaferðir og fornar slóðir (1957), Hrakhólar og höfuðból (1959) og Feðraspor og fjörusprek (1965). Alls 64 þættir. Ellefu þættir til viðbótar voru gefnir út í húnvetnska ritsafninu en 20 prentaðir þættir til viðbótar hafa komið út í ýmsum ritum.
Minnisvarði um Magnús var afhjúpaður á Syðra-Hóli á aldarafmæli hans 30. júlí 1989.
Heimildir
- Gunnar Árnason, Magnús Björnsson á Syðra-Hóli, Feðra spor og fjöru sprek, 1965.
- Bjarni Jónasson, Rit Magnúsar Björnssonar, Feðraspor og fjörusprek, 1965.
Tenglar