Listi yfir CSI: Crime Scene Investigation (7. þáttaröð)

Sjöunda sería CSI: Crime Scene Investigation var frumsýnd 21. September 2006 og sýndir voru 24 þættir.

Framleiðsla

Þáttur nr. 150 er sýndur með Robert Daltrey úr The Who sem gestaleikara.

Leikaraskipti

Louise Lombard var gerð einn af aðalleikurunum í nýju seríunni, ásamt því að margir af sömu aukaleikurum héldu áfram að koma fram.

Aðalleikarar

Aukaleikarar

Sérstakir Gestaleikarar

  • Jessica Collins sem The Miniature Killer (Þáttur 24)
  • Melinda Clarke sem Lady Heather (Þáttur 23)
  • Method Man sem Drops (Þáttur 17)
  • Liev Schreiber sem Mike Keppler (Þáttur 12-15)

Þættir

Titill Höfundur Leikstjóri Sýnt í U.S.A. Þáttur nr.
Built To Kill, Part 1 Sarah Goldfinger, David Rambo og Naren Shankar Kenneth Fink 21.09.2006 1 - 142
Þegar ónefnd kona finnst látin baksviðs á sýningu Cirque du Soleil, verður CSI liðið að rannsaka innrivið sýningar til þess að finna út hvað gerðist. Liðið rannsakar hugsanlegt sjálfmorð í partýi haldið af Sam Braun. Eftir að málinu er lokið, Catherine og Nick fara út að skemmta sér, en Catherine lendir í erfiðum aðstæðum. Grissom og Sara byrja að rannsaka morð þar sem lítið líkan af glæpavettvanginum finnst við hliðina á líkinu.
Built to Kill, Part 2 Sarah Goldfinger, David Rambo og Naren Shankar Kenneth Fink 28.09.2006 2 - 143
Grissom og liðið rannsaka dularfullt morð á gamalli rokkstjörnu. Catherine, reynir að fela það að henni hafi verið nauðgað og uppgvötar það síðan að einhver er á eftir henni og fjölskyldu hennar þegar dóttur hennar er rænt.
Toe Tags Allen MacDonald, Carol Mendelsohn, Richard Catalani og Douglas Petrie Jeffrey Hunt 05.10.2006 3 - 144
Hinir látnu segja sögu sína: fórnarlamb drukknunar finnst í lyftu er rannsökuð af Catherine, kona dettur af kletti er rannsökuð af Warrick, Sophiu og Greg, hermaður er stunginn eftir að vera ný kominn tilbaka frá Írak er rannsakaður af Nick, og tvö fórnarlömb keðjusagar eru rannsökuð af Grissom og Sara.
Fannysmackin Dustin Lee Abraham Richard J. Lewis 12.10.2006 4 - 145
CSI liðið rannsakar röð árása á túrista sem gerast á nokkrum klukkutímum í borginni, allt gert af hópi fólks í hettupeysum með skrítin andlit. Málið verður persónulegt þegar einn af liðið verður fyrir barðinu af hópnum þegar hann reynir að bjarga fórnarlambi.
Double-Cross Marlane Meyer Michael Slovis 19.10.2006 5 - 146
Grissom og liðið rannsaka konu sem finnst látin í kirkju. Þegar líður á rannsóknina þá komast þau að ástarþríhyrningi sem nær aftur til menntaskólaára fórnarlambsins sem gæti útskýrt hver morðinginn er.
Burn Out Jacqueline Hoyt Alec Smight 02.11.2006 6 - 147
Þegar tveir ungir drengir hverfa, þá er þekkur kynferðisglæpamaður í hverfinu settur undir smásjánna. Í tilraun til þess að fá játningu, Grissom biður manninn um aðstoð til þess að finna ræningjann. Málið verður flóknara en það sem Grissom og liðið höfðu grunað um.
Post Mortem Dustin Lee Abraham, David Rambo og Naren Shankar Richard J. Lewis 09.11.2006 7 - 148
Þegar eldri kona finnst myrt, CSI liðið telur að annaðhvort nágranninn eða frændinn hafi komið nálægt morðinu. Um miðja rannsókn, þá fær Grissom nákvæmt líkan af núverandi glæpavettvangi, sem breytir hugsun hans um glæpinn. Á meðan þá mætir Greg reiðum dómssal þar sem hann er sakaður um að hafa drepið unglingspilt þegar hann var að verja sig fyrir æstum múg.
Happenstance Sarah Goldfinger Jean de Segonzac 16.11.2006 8 - 149
CSI liðið rannsakar dauða eineggja tvíbura innan tveggja tíma hvors annars, sitthvoru megin í bænum. Þegar liðið kemst svo að því að hvorug þeirra vissi um hvor aðra, þá byrja þau að pæla hvort málin tengjast á einhvernhátt, eða þetta var allt saman ein heljarinnar tilviljun.
Living Legend Douglas Petrie Martha Coolidge 23.11.2006 9 - 150
Bíll frægs mafíuósa frá því um 1970, Mickey Dunn, finnst í stöðuvatni eftir að hann hvarf skyndilega fyrir mörgum árum síðan. Stuttu á eftir, röð morða á sér stað þar sem morðingjarnir skilja eftir vísvitandi sönnunargögn handa vitnum og CSI liðinu. Ásamt því að gömul mynd sem sýnir fórnarlömbin standa hliðina á to Dunn fyrir utan Desert Inn spilavítið er skilin eftir á líkunum. CSI liðið verður að komast að því hver tengslin eru á milli morðanna og Dunn. Sérstakur gestaleikari Roger Daltrey úr The Who.
Loco Motives Evan Dunsky og Anthony E. Zuiker Kenneth Fink 07.12.2006 10 - 151
Catherine og Brass finna mann fastan í sementi við hliðina á líki á byggingarsvæði. Eftir að hafa verið bjargað og talinn vera sökudólgur, neitar maðurinn að segja til nafns. Á meðan þá rannsaka Nick, Warrick og Sofia dauða eldri konu sem finnst í íbúð sinni með höfuð sitt inn í ofninum, komast þau síðan að því að hún dó ekki eftir að hafa andað að sér gas. Grissom, Sara og Greg rannsaka morð í kjúklingaverksmiðju, þar sem annað líkan af glæpavettvanginum finnst, sem hjálpar til við að leysa fyrri morðmál.
Leaving Las Vegas Allen MacDonald og Carol Mendelsohn Richard J. Lewis 04.01.2007 11 - 152
Catherine ber vitni í morðmáli þar sem maður er talinn hafa drepið móður sína þremur árum áður, sem síðan er fundinn saklaus. Catherine, telur að hann sé sekur og að hann hafi drepið tvo aðra í viðbót, því ákveður hún að komast að því hver hin fórnarlömbin eru. Leit Catherines leiðir hana til smábæjar í Nevada þar sem eldri kona og dóttir hennar voru drepnar þremur árum áður. Á rannsóknarstofunni, þá undirbýr Grissom að yfirgefa staðinn í fjórar vikur.
Sweat Jane Kenneth Fink og Naren Shankar Kenneth Fink 18.01.2007 12 - 153
Catherine rannsakar morð á unglingsstúlku sem hafði farið að heiman, nakið lík hennar fannst á bakvið hótel í eyðimörkinni. Henni til aðstoðar í málinu er Mike Keppler (leikinn af Liev Schreiber), reyndur CSI frá Baltimore sem er nýr á dagvaktinni en er að hjálpa til á meðan Grissom er í leyfi. Rannsókn þeirra leiðir þau að raðmorðingja sem hefur verið starfandi í meira en áratug.
Redrum Richard Catalani, David Rambo, Jacqueline Hoyt og Carol Mendelsohn Martha Coolidge 25.01.2007 13 - 154
Keppler biður Catherine um að hjálpa sér að falsa glæpavettvang og plata félaga þeirra til þess að ná höndum á stórum eiturefnaflytjanda, sem er aðal sökudólgurinn í morði á þingmanni sem var skotinn til bana í eyðimörkinni. Keppler gerir þetta eftir að sökudólgurinn hverfur skyndilega og finnst ekki eftir nokkra vikna leit.
Meet Market Dustin Lee Abraham Paris Barclay 01.02.2007 14 - 155
Nick og Keppler rannsaka hugsanlegan líkamspartamarkað á svarta markaðnum eftir að þeir finna brunnið lík af fyrrverandi glæpamanni sem vantar ýmsa líkamsparta. Restin af liðinu rannsakar dauða ríks konu, sem var barin til dauða með kampavínsflösku. Grunur leggst strax á eiginmanninn, sem segist hafa fundið hana eftir að hafa komið snemma heim úr viðskiptaferðalagi.
Law of Gravity Richard Catalani og Carol Mendelsohn Richard J. Lewis 08.02.2007 15 - 156
Keppler finnur sig í endurtekinni martröð varðandi atvik sem átti sér stað fyrir mörgum árum síðan í New Jersey, sem verður verri þegar vinur hans, gömul lögga frá Trenton, New Jersey og faðir gamallar kærustu hans koma í heimsókn. Seinna, þá finnast lík lögreglumannsins og vændiskonu skotin til bana á hótelherbergi, þar sem hönd konunnar var skorin af. Til Kepplers mikillar skelfingar, sá sem fann þau er enginn annar en vinur hans! Á rannsóknarstofunni, kemur Grissom tilbaka úr fríi sínu og lærir um þann ágreining sem Keppler gerði á meðan hann var í burtu.
Monsters in the Box Naren Shankar og Douglas Petrie Geffrey G. Hunt 15.02.2007 16 - 157
Grissom verður hissa þegar hann opnar pakka sem var sent til hans á meðan hann var í fríi, en í pakkanum er að finna líkan af glæpavettvangi, þá sérstaklega þegar málið átti að vera lokið. Rannsókn leiðir í ljós að morðið hefur ekki enn átt sér stað, þannig að Grissom og liðið reyna að rannsaka líkanið og finna út hvar næsti staður sé.
Fallen Idols Marlene Meyer Christopher Leitch 22.02.2007 17 - 158
Grissom og liðið finna mikið magn blóðs þegar körfuboltastrákur að nafni Ryan og klappstýru kærasta hans hverfa. Grissom telur að þau hafi hlaupið til Mexíkó en það breytist þegar blóðdropar eftir Ryan finnast á tómu bílastæði við menntaskólann. Eftir að hafa fundið jakka hans og klappstýrupeysu í vallarhúsinu og blóð Ryans finnst rétt hjá, þá reynir liðið að finna út hvað gerðist eiginlega.
Empty Eyes Allen MacDonald Michael Slovis 29.03.2007 18 - 159
Sex sýningarstúlkur finnast látnar í húsi sínu og Sara er ásótt vegna seinustu orða seinasta fórnarlambsins sem deyr í örmum hennar. Rannsóknin leiðir í ljós að þær voru alla skornar á háls og að Warrick telur sig þekkja eitt fórnarlambið. Ásamt því að Greg fær leiðinlegar upplýsingar frá Grissom varðandi dómsmálið gegn sér.
Big Shots Dustin Lee Abraham Jeff Woolnough 05.04.2007 19 - 160
Við rannsókn á morði þar sem þjófur var skotinn í eðalvagni, CSI liðið kemst að því að málið hefur tengsl við bróður mannsins sem Greg drap í sjálfsvörn.
Lab Rats Sarah Goldfinger Brad Tenanbaum 12.04.2007 20 - 161
Grissom sendir liðið út með ný mál á meðan hann eyðir kvöldinu í krufningsherberginu. Á meðan hann er í burtu, þá tekur Hodges yfir skrifstofu hans og biður restina á rannsóknarstofunni um að hjálpa þeim við það að rannsaka glæpavettvangs-líkanmálið. Hodges finnur tengingu sem hjálpar Grissom; klór tengir öll málin saman.
Ending Happy Evan Dunsky Kenneth Fink 26.04.2007 21 - 162
Til þess að komast að því hver drap verðandi boxara sem bjó með vændiskonum sem hötuðu hann, þá verður liðið að finna út hver vildi nákvæmlega drepa hann.
Leapin´ Lizards David Rambo Richard J. Lewis 03.05.2007 22 - 163
Eftir skotárás við lögregluna, sökudólgur í mannráni og hugsanlegu morði á spilavítisgjafara og eiginmanns hennar tekur sitt eigið líf. Þegar verið er að rannsaka búgarðinn, CSI liðið finnur haus fórnarlambsins á veggspjaldi en ekkert finnst af eiginmanninum. Eftir því sem líður á rannsóknina, þá kemur í ljós að sökudólgurinn og nokkrir aðrir sem tengjast honum tilheyra trúarreglu sem trúir því að ákveðið fólk eru gáfuð skriðdýr sem ætla sér að taka yfir mannkyninu.
The Good, the Bad and the Dominatrix Jacqueline Hoyt Alec Smight 10.05.2007 23 - 164
Lady Heather snýr aftur eftir að Grissom finnur hana nálægt glæpavettvangi eftir að hafa hitt kúnna.
Living Doll Sarah Goldfinger og Naren Shanker Kenneth Fink 17.05.2007 24 - 165
CSI liðið kemst að því að glæpavettvangs-líkan morðinginn er kona. Áður en þau finna hana þá hverfur Sara og Grissom finnur líkan af glæpavettvangi hennar. Grissom segir liðinu frá sambandi hans við Söru og þau ná að handtaka morðingjann, en hún gefur ekki upp staðsetninguna á Söru.

Heimildir

Tenglar

http://www.cbs.com/primetime/csi/