León er í norðvesturhluta Spánar. Hún stendur við ármót Bernesga og Torío anna og er í um 837 m hæð yfir sjávarmáli. Madrid er í um 300 km til suðurs.
Byggingar og kennileiti
Gotneska dómkirkjan er þekktasta kennileitið í León.
Museo de Arte Contemporáneo de Castilla y León (skst. MUSAC) er nýlistasafn.
Real Colegiata Basílica de San Isidoro eða einfaldlega San Isidoro, er kirkja í rómönskum stíl. Í kirkjunni er hin konunglegu grafhvelfing (Panteón Real), þar sem margir konungar Konungríkisins León hvíla.
Casa Botines (Botines Húsið) er bygging teiknuð af Antoni Gaudí og byggð á árunum 1891 og 1892.