Heklugos stóð fram eftir árinu. Mikið hallæri varð á Íslandi.
Loðinn af Bakka og Bárður Högnason komu frá Noregi, útnefndir lögmenn af Hákoni hálegg Noregskonungi, en Íslendingar neituðu að taka við þeim. Þriðji maðurinn, Álfur úr Króki, kom með þeim og hafði hann með sér ýmis konungsbréf og kröfur og vildi fá Hákon konung hylltan á Alþingi.