Laufás (Grýtubakkahreppi)
65°53′35″N 18°4′49″V / 65.89306°N 18.08028°V / 65.89306; -18.08028
Gamli bærinn í Laufási
Kirkjan.
Laufás í Grýtubakkahreppi er kirkjustaður og prestsetur í Þingeyjarsýslu . Prestsetur hefur verið í Laufási frá fyrstu kristni . Kirkjustaðurinn kemur lítillega við sögu í Ljósvetninga sögu . Laufáskirkja var helguð Pétri postula . Á árunum 1622-1636 bjuggu séra Magnús Ólafsson og kona hans Agnes Eiríksdóttir í Laufási. Edda Magnúsar Ólafssonar (Laufás-Edda ) er kennd við Laufás en ekki samin þar. Magnús lést 22. júlí 1636 og bróðursonur Agnesar var vígður til prests í Laufási árið 1637. Sá hét Jón Magnússon og var skáld.
Kirkjan sem stendur í Laufási er byggð árið 1865 af Tryggva Gunnarssyni , trésmið og athafnamanni, og Jóhanni Bessasyni á Skarði í Dalsmynni.[ 1]
Í Laufási er gamall burstabær , byggður í núverandi mynd af Jóhanni Bessasyni bónda á seinni hluta 19. aldar. Laufásbærinn er nú byggðasafn og búinn húsmunum og áhöldum líkast því sem tíðkaðist í kringum aldamótin 1900 . Hann var hýbýli prests þar til byggt var nýtt prestsetur árið 1936 .
Frá Laufási var Þórhallur Bjarnarson biskup, sem byggði hús í Reykjavík , Laufás við Laufásveg og lét heita eftir bænum. Við það hús er svo Laufásvegur kenndur.
Sonur Péturs Þórarinssonar prests reisti íbúðarhús í Laufási en Prestsetrasjóður leigði honum jörðina án hlunninda eftir að faðir hans lést. Risu af því deilur árið 2007.
Tilvísanir
↑ Um Laufás Geymt 2 febrúar 2016 í Wayback Machine , Skoðað 17. ágúst 2015.
Heimildir
Aðalstræti 14 (Gudmanns Minde), Akureyri
Aðalstræti 16 , Akureyri
Aðalstræti 4 (Gamla apótekið), Akureyri
Aðalstræti 44 (Elínarbaukur), Akureyri
Aðalstræti 46 (Friðbjarnarhús), Akureyri
Aðalstræti 50 , Akureyri
Aðalstræti 52 , Akureyri
Aðalstræti 62 , Akureyri
Aðalstræti 66 (Indriðahús), Akureyri
Aðalstræti 66 A (Smiðjan), Akureyri
Akureyrarkirkja
Auðkúlukirkja
Bakkakirkja
Barðskirkja
Bergstaðakirkja
Blönduóskirkja
Bólstaðarhlíðarkirkja
Breiðabólstaðarkirkja
Bæjardyr Reynistað , Skagafirði
Davíðshús , Akureyri
Einarsstaðakirkja
Eyrarlandsstofa , Akureyri
Fellskirkja
Gamla Syðstabæjarhúsið , Hrísey
Garðskirkja
Glaumbær , Skagafirði
Glæsibæjarkirkja
Goðdalakirkja
Gránufélagshúsin
Grenivíkurkirkja
Grenjaðarstaðarkirkja
Grundarkirkja
Hafnarstræti 11 (Laxdalshús), Akureyri
Hafnarstræti 18 (Tuliniusarhús), Akureyri
Hafnarstræti 20 (Höephnershús), Akureyri
Hafnarstræti 57 (Samkomuhúsið), Akureyri
Hafnarstræti 94 (Hamborg), Akureyri
Hafnarstræti 96 (París), Akureyri
Hafnarstræti 98 , Akureyri
Hálskirkja
Hofskirkja , Höfðaströnd
Hofskirkja , Skagaströnd
Hofsstaðakirkja
Hofsstofa , Hofi í Hörgárdal
Holtastaðakirkja
Hóladómkirkja
Hólakirkja
Hríseyjarviti
Húsavíkurkirkja
Hvammskirkja í Laxárdal
Illugastaðakirkja
Ketukirkja
Kirkjuhvammskirkja
Klukknaport , Möðruvöllum
Knappsstaðakirkja
Kvíabekkjarkirkja
Laufásbærinn
Laufáskirkja
Ljósavatnskirkja
Lónsstofa , Skipalóni, Eyjafirði
Lundarbrekkukirkja
Lækjargata 2 A (Frökenarhús), Akureyri
Lögmannshlíðarkirkja
Menntaskólinn á Akureyri
Miðgarðakirkja
Minjasafnskirkjan , Akureyri
Munkaþverárkirkja
Möðruvallakirkja
Möðruvallakirkja (Möðruvallaklausturskirkja)
Neskirkja (Suður-Þingeyjarsýslu)
Nonnahús , Akureyri
Norðurgata 17 (Akureyri) (Gamla prentsmiðjan), Akureyri
Norska sjómannaheimilið , Siglufirði
Ólafsfjarðarkirkja
Pakkhús Hofsósi
Reykjakirkja
Reynistaðarkirkja
Róaldsbrakki , Siglufirði
Sauðaneskirkja
Sauðárkrókskirkja
Saurbæjarkirkja
Sigurhæðir , Akureyri
Silfrastaðakirkja
Sjávarborgarkirkja , Skagafirði
Skinnastaðarkirkja
Skútustaðakirkja
Smíðahús , Skipalóni, Eyjafirði
Staðarbakkakirkja
Staðarkirkja
Stefánskirkja , Sauðanesi
Stóru-Akrar, bæjardyr, bæjargöng og þingstofa
Svalbarðskirkja
Svínavatnskirkja
Sæbyhús , Siglufirði
Tjarnarkirkja , Svarfaðardalur
Undirfellskirkja
Urðakirkja
Vallakirkja
Vesturhópshólakirkja
Viðvíkurkirkja
Villa Nova , Sauðárkróki
Víðidalstungukirkja
Víðimýrarkirkja
Ytri-Bægisárkirkja
Þingeyrakirkja (Þingeyraklausturskirkja)
Þverá, fjárhús og hlaða , Laxárdal
Þverárbærinn
Þverárkirkja