Kristín Ágústa Ólafsdóttir, (f. 3. janúar1949) er íslensk leik- og söngkona og fyrrverandi borgarfulltrúi í Reykjavík og kennari. Kristín á tvö börn Hrannar Björn Arnarsson og Melkorku Óskarsdóttur, eiginmaður hennar er Óskars Guðmundsson rithöfundur.
Æviágrip
Kristín er er fædd og uppalin í Reykjavík Hún flutti um tíma til Akureyrar og bjó þar í fimm ár á áttunda áratugnum og svo í Kaupmannahöfn í tvö ár þar sem hún bætti við menntun sína[1]
Kristín var þekkt þjóðlaga- og vísnasöngkona og söng inn á sex hljómplötur. Kristín var umsjónarmaður Stundarinnar okkar og þulur og þáttagerðarmaður hjá RÚV, hún kenndi leiklist og leikræna tjáningu í áratugi og var um skeið leikstjóri hjá MA. Hún var framkvæmdastjóri vikublaðsins Norðurlands, dreifingarstjóri Þjóðviljans og leikari hjá LR, Alþýðuleikhúsinu og LA. Kristín gegndi trúnaðarstörfum fyrir Alþýðubandalagið, var m.a. varaformaður, bæjarfulltrúi og borgarfulltrúi. Hún var einn af stofnendum Nýs vettvangs í Reykjavík 1990 og borgarfulltrúi þess til 1994. Kristín starfaði síðast sem aðjunkt við Menntavísindasvið HÍ.
Menntun og starfsferill
Kristín útskrifaðist frá Kvennaskólanum 1966, Leiklistarskóla LR 1969, lærði söng hjá Göggu Lund 1968-1972 og nam leikhúsfræði og leikræna tjáningu við Kaupmannahafnarháskóla 1979- 1981. Kristín lauk meistaranámi frá Háskóla Íslands í uppeldis- og menntunarfræði í ársbyrjun 2007. Rannsóknarritgerð hennar nefnist Þróun leikrænnar tjáningar í íslenskum grunnskólum.
Kristín var ritari hjá Orkustofnun 1966-1970. Kynnir og umsjónarmaður Stundarinnar okkar hjá RÚV-Sjónvarpi 1969-1972. Starfsmaður auglýsingadeildar og þulur hjá RÚV 1971-1974. Kennari við Barnaskóla Akureyrar 1974-1975. Leiklistarkennari og leikstjóri hjá Leikfélagi Menntaskólans á Akureyri 1974-1979. Framkvæmdastjóri vikublaðsins Norðurlands 1976-1979. Dreifingarstjóri Þjóðviljans 1982-1984. Kennari í leikrænni tjáningu við MHÍ 1982-1985 og Þroskaþjálfaskóla Íslands (nú Kennaraháskóla Íslands) frá 1982. Stundakennari við Háskóla Íslands frá 1995, fastráðin 1998 sem aðjúnkt þar til 2017[2]. Leikari hjá Leikfélagi Reykjavíkur, Alþýðuleikhúsinu og Leikfélagi Akureyrar, með hléum, 1970-1978. Þáttagerðarmaður í útvarpi og sjónvarpi af og til. Þjóðlaga- og vísnasöngur um árabil, hefur m.a. sungið inn á 7 hljómplötur.
Stjórnmál
Kristín fór að hafa afskipti af stjórnmálum á áttunda áratugnum, hún var róttæk og tók virkan þátt í Kvennabaráttunni innan vinstri flokkanna. Hún varð formaður Alþýðubandalagsfélags Akureyrar 1977-1979 og tók þátt í bæjarpólitíkinni þar. Varabæjarfulltrúi Alþýðubandalagsins á Akureyri 1978-1979 og sat þar meðal annars í Vatnsveitunefnd.[3]. Í framkvæmdastjórn Alþýðubandalagsins 1983-1989. Varaformaður Alþýðubandalagsins 1985-1987 og kom að því að Kvennahreyfing Alþýðubandalagsins var stofnuð. Borgarfulltrúi Alþýðubandalagsins í Reykjavík 1986-1990. Kristín hvatti til að stjórnarandstöðuflokkarnir í borgarstjórn Reykjavíkur mundu bjóða fram saman[4], hún var einn af stofnendum framboðsins Nýs vettvangs í Reykjavík 1990 og borgarfulltrúi þess frá sama tíma til 1994. Stjórnarformaður Borgarspítalans – Sjúkrahúss Reykjavíkur 1994-1998.
Leiklist
Leikari hjá LR, Alþýðuleikhúsinu og LA, með hléum, 1970-1978. Kristín tók þátt í að stofna Alþýðuleikhúsið á Akureyri 4. júlí 1975, og lék með því fyrstu árin.
Kristín söng á ferli sínum inná sjö hljómplötur. Þrjár smáskífur árin 1968 til 1971 og fjórar breiðskífur árin 1971 til 1985. Öll útgefin lög Kristínar má nálgast á Spotify og öðrum helstu efnisveitum hljómlistar. Auk hljómplatnanna hefur söngur Kristínar margsinnis verið hljóðritaður við ýmis tækifæri.
Breiðskífur
1971 - Kristín og Helgi - Á suðrænni strönd
1975 - Áfram stelpur
1978 - Íslensk þjóðlög
1985 - Á morgun
Smáskífur
1968 - Tennurnar mínar, Dýramál
1970 - Komu engin skip í dag og fl.
1971 - Ég einskis barn er og fl.
Auk þessa hefur tónlist Kristínar birst á fjölda platna og auk þess hefur hún komið fram við fjölda tilfella[19]. Hún syngur nú með Reykholtskórnum, sem er kirkjukór í Borgarfirði.