Konungsríkið Danmörk

Konungsríkið Danmörk

Konungsríkið Danmörk (danska: Danmarks Rige) eða danska samveldið (rigsfællesskabet) er opinbert heiti yfir tengslin milli Danmerkur og sambandslanda hennar: Færeyja og Grænlands. Saman mynda þessi þrjú lönd konungsríkið Danmörku.

Færeyjar og Grænland eru með heimastjórn sem fer með stærstan hluta löggjafar- og framkvæmdavalds í þessum löndum, en Danmörk sér um varnarmál og utanríkismál að hluta. Færeyjar fengu heimastjórn árið 1948 og Grænland árið 1979 með lagasetningu frá danska þinginu. Grænland fékk svo enn frekara forræði í eigin málum árið 2009.

Danska er opinbert tungumál í konungsríkinu og stjórnaraðsetur þess er í Danmörku. Þing Danmerkur er staðsett í Kaupmannahöfn. Þar eiga Færeyingar og Grænlendingar tvo fulltrúa hvor. Æðsti dómstóll ríkisins er hæstiréttur Danmerkur.