Kolbrún Halldórsdóttir

Kolbrún Halldórsdóttir (KolH)

Fæðingardagur: 31. júlí 1955 (1955-07-31) (69 ára)
Fæðingarstaður: Reykjavík
Flokkur: Merki Vinstri grænna Vinstrihreyfingin – grænt framboð
Þingsetutímabil
1999-2003 í Reykv. fyrir Vg.
2003-2007 í Reykv. n. fyrir Vg.
2007-2009 í Reykv. s. fyrir Vg.
2009 í Reykv. s fyrir Vg.
= stjórnarsinni
Embætti
2009 Umhverfisráðherra
Tenglar
Æviágrip á vef AlþingisVefsíða

Kolbrún Halldórsdóttir (fædd 31. júlí 1955) er formaður BHM.

Kolbrún var umhverfisráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur og var þingmaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á árunum 1999-2009. Kolbrún náði ekki endurkjöri í kosningunum 2009.

Kolbrún fæddist og ólst upp í Reykjavík. Hún gekk í Melaskóla og Verslunarskóla Íslands og útskrifaðist þaðan með verslunarpróf 1973. Því næst nam hún leiklist við Leiklistarskóla Íslands og útskrifaðist 1978. Hún vann hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1978-1979 og í Alþýðuleikhúsinu 1979-1983.

Hún starfaði sem dagskrárgerðarmaður við Ríkisútvarpið, hljóðvarp og sjónvarp 1980-1990. Hún kom að stofnun leikfélagsins Svart og sykurlaust og var leikstjóri og leikari hjá því leikfélagi 1983-1986.

Kolbrún var lausráðinn leikstjóri hjá Leikfélagi Akureyrar og hjá sjálfstætt starfandi atvinnuleikhópum 1980–1999, auk þess að hafa leikstýrt fjölda leiksýninga hjá skólaleikfélögum og áhugamannaleikfélögum um land allt. Var framkvæmdarstjóri Bandalags íslenskra leikfélaga 1988-1993 og var samhliða því ritstjóri Leiklistarblaðsins. Fastráðinn leikstjóri við Þjóðleikhúsið 1995-1998. Kolbrún var kosin forseti Bandalags íslenskra listamanna 2010 og er forseti European Council of Artists (ECA).

Kolbrún hefur verið stjórnandi stórra menningarviðburða, m.a. Þjóðleiks á Þingvöllum á Lýðveldishátíðinni 1994 og dagskrárstjóri á Kristnihátíð á Þingvöllum 2000.

Tenglar


Fyrirrennari:
Þórunn Sveinbjarnardóttir
Umhverfisráðherra
(1. febrúar 200910. maí 2009)
Eftirmaður:
Svandís Svavarsdóttir


  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.