Klaufdýr (fræðiheiti: Artiodactyla) eru ættbálkur spendýra sem hvíla þyngd sína jafnt á þriðju og fjórðu tá, fremur en bara á þeirri þriðju, líkt og hófdýr. Klaufdýr telja um 220 tegundir, þar á meðal mörg algeng húsdýr, líkt og úlfalda, svín, geitur og kindur.
Klaufdýr skiptast í þrjá undirættbálka: svín (Suina), jórturdýr (Ruminantia) og Tylopoda (úlfaldaætt):
- ÆTTBÁLKUR: KLAUFDÝR (ARTIODACTYLA)