Kevin Mitnick

Kevin David Mitnick (f. 6. ágúst 1963; d. 16. júlí 2023) var frægur tölvuþrjótur sem var handtekinn árið 1995 og dæmdur í margra ára fangelsisvist fyrir að brjótast inn í tölvukerfi tæknifyrirtækja eins og Fujitsu, Motorola, Nokia og Sun Microsystems. Hann losnaði úr fangelsi á skilorði árið 2000 en eitt af skilyrðunum var að hann kæmi ekki nálægt tölvu. Skilorðinu lauk í janúar 2003. Handtaka Mitnicks og sá þungi dómur sem hann hlaut vakti mikla athygli á sínum tíma og voru mjög skiptar skoðanir um réttmæti refsingarinnar. Fjölda vísana í mál Mitnicks er að finna í skáldsögum, kvikmyndum og tölvuleikjum. Árið 1995 kom út bókin Takedown um Mitnick eftir John Markoff og Tsutomu Shimomura og samnefnd kvikmynd kom út árið 2000.

  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.