Joaquin Phoenix

Joaquin Phoenix
Phoenix árið 2024
Fæddur
Joaquin Rafael Bottom

28. október 1974 (1974-10-28) (50 ára)
ÞjóðerniBandarískur
Önnur nöfnLeaf Phoenix
StörfLeikari
Ár virkur1982–í dag
MakiRooney Mara (2016–í dag)
Börn2
ÆttingjarRiver Phoenix (bróðir)

Joaquin Rafael Phoenix (f. Bottom; 28. október 1974) er bandarískur leikari. Hann hefur hlotið mörg verðlaun, þar með talið Óskarsverðlaun, BAFTA-verðlaun, Grammy-verðlaun og Golden Globe-verðlaun. Árið 2020 nefndi The New York Times hann einn af bestu leikurum 21. aldar.[1]

Phoenix hóf ferilinn sinn með hlutverkum í sjónvarpsþáttum snemma á níunda áratugnum ásamt bróður sínum River. Fyrstu stóru kvikmyndahlutverkin hans voru í SpaceCamp (1986) og Parenthood (1989). Á þessum tíma notaði hann nafnið Leaf Phoenix, en tók aftur upp fæðingarnafnið sitt í byrjun tíunda áratugarins.[2] Hann hlaut tilnefningu til Óskarsverðlauna í flokknum besti leikari í aukahlutverki (Best Supporting Actor) fyrir hlutverkið sitt sem Commodus í Gladiator (2000). Hann lék einnig í myndunum Signs (2002), The Village (2004), Hotel Rwanda (2004) og Walk the Line (2005). Fyrir hlutverkið sitt sem Joker í samnefndri kvikmynd (2019) hlaut hann Óskarsverðlaun sem besti leikari í aðalhlutverki (Best Actor).[3]

Tilvísanir

  1. Dargis, Manhola; Scott, A.O. (25 nóvember 2020). „The 25 Greatest Actors of the 21st Century (So Far)“. The New York Times. Afrit af uppruna á 1. desember 2020. Sótt 25 nóvember 2020.
  2. „Joaquin Phoenix“. Hello!. Afrit af uppruna á 4 apríl 2019. Sótt 17 júní 2017.
  3. „Oscar Nominations 2020: The Complete List“. Variety. 13 janúar 2020. Afrit af uppruna á 13 janúar 2020. Sótt 13 janúar 2020.

Tenglar

  Þetta æviágrip sem tengist leikurum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.