Joaquin Rafael Phoenix (f. Bottom; 28. október 1974) er bandarískur leikari. Hann hefur hlotið mörg verðlaun, þar með talið Óskarsverðlaun, BAFTA-verðlaun, Grammy-verðlaun og Golden Globe-verðlaun. Árið 2020 nefndi The New York Times hann einn af bestu leikurum 21. aldar.[1]
Phoenix hóf ferilinn sinn með hlutverkum í sjónvarpsþáttum snemma á níunda áratugnum ásamt bróður sínum River. Fyrstu stóru kvikmyndahlutverkin hans voru í SpaceCamp (1986) og Parenthood (1989). Á þessum tíma notaði hann nafnið Leaf Phoenix, en tók aftur upp fæðingarnafnið sitt í byrjun tíunda áratugarins.[2] Hann hlaut tilnefningu til Óskarsverðlauna í flokknum besti leikari í aukahlutverki (Best Supporting Actor) fyrir hlutverkið sitt sem Commodus í Gladiator (2000). Hann lék einnig í myndunum Signs (2002), The Village (2004), Hotel Rwanda (2004) og Walk the Line (2005). Fyrir hlutverkið sitt sem Joker í samnefndri kvikmynd (2019) hlaut hann Óskarsverðlaun sem besti leikari í aðalhlutverki (Best Actor).[3]
Tilvísanir
Tenglar