Frá því um miðjan níunda áratuginn hefur sá dagur ársins sem jólabjór Tuborg er settur í sölu verið nefndur J-dagurinn. [2]
J-dagar
J-dagur Tuborg
Árið 1990 kynnti Tuborg J-daginn til sögunnar með það að markmiði að vekja athygli á því að jólabjór brugghússins væri kominn í sölu. Hugmyndin var sótt í P-dag sem er sambærilegur viðburður í tengslum við kynningu á páskabruggi fyrirtækisins. [3] Á árunum 1990-1998 var dagurinn haldinn á öðrum miðvikudegi nóvembermánaðar og sala á bjórnum sett af stað kl. 23:59. Árið 1999 var J-dagur Tuborg færður yfir á fyrsta föstudag í nóvember kl 20.59. [4]