J-dagur

Jólabjór Tuborg hfrue frá árinu 1981 verið mest seldi jólabjór Danmerkur og er hann fjórði mest seldi bjórinn í Danmörku. [1] Árið 1990 kynnti Tuborg J-daginn sinn.

Frá því um miðjan níunda áratuginn hefur sá dagur ársins sem jólabjór Tuborg er settur í sölu verið nefndur J-dagurinn. [2]

J-dagar

J-dagur Tuborg

Árið 1990 kynnti Tuborg J-daginn til sögunnar með það að markmiði að vekja athygli á því að jólabjór brugghússins væri kominn í sölu. Hugmyndin var sótt í P-dag sem er sambærilegur viðburður í tengslum við kynningu á páskabruggi fyrirtækisins. [3] Á árunum 1990-1998 var dagurinn haldinn á öðrum miðvikudegi nóvembermánaðar og sala á bjórnum sett af stað kl. 23:59. Árið 1999 var J-dagur Tuborg færður yfir á fyrsta föstudag í nóvember kl 20.59. [4]

Fyrri J-dagar Tuborg
  • 1990: 14. nóvember
  • 1991: 13. nóvember
  • 1992: 11. nóvember
  • 1993: 10. nóvember
  • 1994: 9. nóvember
  • 1995: 8. nóvember
  • 1996: 13. nóvember
  • 1997: 12. nóvember
  • 1998: 11. nóvember
  • 1999: 5. nóvember
  • 2000: 3. nóvember
  • 2001: 9. nóvember
  • 2002: 1. nóvember
  • 2003: 7. nóvember
  • 2004: 5. nóvember
  • 2005: 4. nóvember
  • 2006: 3. nóvember
  • 2007: 2. nóvember
  • 2008: 7. nóvember
  • 2009: 30. oktober
  • 2010: 5. nóvember
  • 2011: 4. nóvember
  • 2012: 2. nóvember
  • 2013: 1. nóvember
  • 2014: 7. nóvember
  • 2015: 6. nóvember
  • 2016: 4. nóvember
  • 2017: 3. nóvember
  • 2018: 2. nóvember
  • 2019: 1. nóvember
  • 2020: 6. nóvember (aflýst vegna COVID-19)
  • 2021: 5. nóvember
  • 2022: 4. nóvember
  • 2023: 3. nóvember

Heimildir

  1. Sune Jørgensen (2. nóvember 2012). „Top 10: Her er de mest solgte julebryg“. TV 2.
  2. „J-dag“. Dagens.dk. 4. marts 2020.
  3. „OVERBLIK: J-dag betyder typisk øl-smagsprøver i tusindvis“. Sjællandske Medier. 1. nóvember 2020.
  4. Jacob Bulow Hansen (1. nóvember 2017). „Island og Rumænien er med når Danmark og Tuborg fejrer J-Dag på fredag“. Carlsberg. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. nóvember 2023. Sótt 1. nóvember 2023.