Jóhannes Sæmundsson (fæddur 25. júlí1940 látinn 10. apríl1983) var íslenskur íþróttakennari, fræðslufulltrúi og íþróttaþjálfari. Hann starfaði sem frjálsíþróttaþjálfari hjá ÍR og KR og síðar sem handknattleiksþjálfari hjá Haukum, FH, Ármanni og KR ásamt því að aðstoða landsliðsþjálfara Íslands í bæði handbolta og körfubolta.[1] Jóhannes var faðir Guðna Th. Jóhannessonar fyrrum forseta Íslands.[2]
Fjölskylda
Eiginkona Jóhannesar er Margrét Thorlacius og synir þeirra eru Guðni fyrrum forseti Íslands, Patrekur handboltaþjálfari og Jóhannes Ólafur kerfisfræðingur. Barnabarn þeirra Jóhannesar og Margrétar er Jóhannes Damian Patreksson tónlistarmaður betur þekktur sem JóiPé.[3]