Húsönd (fræðiheitiBucephala islandica) er fugl af andaætt. Húsönd er sjóönd. Hún verpir hvergi í Evrópu nema á Íslandi. Húsönd verpir við Mývatn og í Veiðivötnum. Í Norður-Ameríku verpa þær í stórum trjám en hérlendis verpir tegundin í gjótum í hrauni eða útihúsum. Húsönd er alfriðuð.