Hrollvekja er furðusaga sem gengur út á að hræða, vekja hrylling, ótta eða viðbjóð. Oft ganga hrollvekjur út á óvænt áföll, illvættir og yfirnáttúrulega atburði til að skapa ógnvænlegt og spennuþrungið andrúmsloft.
Hrollvekjur nutu mikilla vinsælda í tímaritum í upphafi 20. aldar og kvikmyndagerðarmenn hófu snemma að gera myndir eftir þekktum hrollvekjum. Hryllingsmyndir hafa síðan þá verið sívinsæl kvikmyndagrein. Mikill fjöldi kvikmynda hefur verið gerður eftir sögum nútímahrollvekjuhöfunda á borð við Robert Bloch, Thomas Harris, Stephen King, Ira Levin og Anne Rice.