Hrafn Úlfhéðinsson (d. 1138) (eða Rafn Úlfhéðinsson) var íslenskur lögsögumaður á 12. öld og gegndi embættinu 1135-1138.
Hann var sonur Úlfhéðins Gunnarssonar lögsögumanns og Ragnhildar Hallsdóttur konu hans og bróðir Gunnars Úlfhéðinssonar lögsögumanns. Sonur hans var Hallur Hrafnsson ábóti á Munkaþverá en dóttir hans var Hallbera Hrafnsdóttir, kona Hreins Styrmissonar er síðar varð ábóti á Þingeyrum.
|
---|
10. öld | |
---|
11. öld | |
---|
12. öld | |
---|
13. öld | |
---|