Hlemmavídeó eru þættir í leikstjórn Styrmis Sigurðssonar sem fjallar um Sigga Hlemm sem Pétur Jóhann Sigfússon leikur. Siggi Hlemm er fráskilinn og rekur gamla vídeóleigu sem hann erfði eftir föður sinn Hermann sem Örn Árnason leikur. Þættirnir voru sýndir á sunnudagskvöldum. Fyrsti þátturinn var sýndur 24. október 2010 og sá síðasti 16. janúar 2011. Höfundar voru Sigurjón Kjartansson, Hugleikur Dagsson, Ari Eldjárn, María Reyndal og Pétur Jóhann Sigfússon. Meðal annara sem leika í þáttunum eru Vignir Rafn Valþórsson, Ágústa Eva Erlendsdóttir, Gunnar Hansson, Þorsteinn Bachman, Guðmundur Þorvaldsson, Jóel Sæmundsson og Jói Jóhansson.
Lýsing
Siggi Hlemm erfir videóleigu eftir föður sinn sem lést á dularfullan hátt. Að reka videóleigu er ekki endilega stærsta áhugamál Sigga, en hægt og rólega fer hann að kunna að meta það. Sérstaklega þar sem í því leynist leið til að sinna því sem hann hefur alltaf dreymt um. Að gerast einkaspæjari. Hlemmavideó er einstök gamansería þar sem blandast spenna og svartur húmor höfundanna Sigurjóns Kjartanssonar, Hugleiks Dagssonar, Ara Eldjárn, Maríu Reyndal og Péturs Jóhanns Sigfússonar, sem einnig leikur aðalhlutverkið. Leikstjórn er í styrkum höndum Styrmis Sigurðssonar sem er nú að leikstýra sinni fyrstu sjónvarpsseríu síðan Fóstbræður hófu göngu sína. Önnur hlutverk eru í höndum m.a. Vignis Rafns Valþórssonar og Ágústu Evu Erlendsdóttur.
Hlutverk