Heimsmetabók Guinness

Heimsmetabók Guinness
LandBretland
Tungumál40+
ÚtgefandiJim Pattinson Group
Útgáfudagur
1955–í dag

Heimsmetabók Guinness (e. Guinness World Records) er uppsláttarrit um heimsmet sem er gefið út árlega. Í því má finna met sem eru sett af afrekum fólks og af umhverfinu. Bókin var stofnuð af bræðrunum Norris og Ross McWhirter í London árið 1955. Hún var upphaflega gefin út í Bretlandi, svo alþjóðlega árið eftir. Síðan þá hefur hún verið seld í yfir 100 löndum og þýdd á yfir 40 tungumál.[1] Gagnagrunnurinn fyrir bókina inniheldur yfir 57.000 met.[2]

Íslenskar útgáfur

Útgáfuár Títill Útgefandi Athugasemdir
1977[3][4][5] Heimsmetabókin þín Örn & Örlygur
1980[6][7][8] Heimsmetabók Guinness Örn & Örlygur
1985[9][10][11] Heimsmetabók Guinness Örn & Örlygur
1989[12][13][14] Heimsmetabók Guinness Örn & Örlygur
2004[15][16] Guinness World Records 2005 Vaka-Helgafell Á kilinum stendur: „Heimsmetabókin 2005“.
2005[17] Guinness World Records 2006 Edda útgáfa Vaka-Helgafell Á kilinum stendur: „Heimsmetabókin 2006“.
2006[18] Guinness World Records 2007 Edda útgáfa Vaka-Helgafell Á kilinum stendur: „Heimsmetabókin 2007“.
2007[19] Guinness World Records 2008 FORLAGIÐ Vaka-Helgafell Á kilinum stendur: „Heimsmetabókin 2008“.
2008[20] Guinness World Records 2009 FORLAGIÐ Vaka-Helgafell Á kilinum stendur: „Heimsmetabókin 2009“.
2009[21] Guinness World Records 2010 FORLAGIÐ Vaka-Helgafell Á kilinum stendur: „Heimsmetabókin 2010“.

Tilvísanir

  1. „Publishing“. guinnessworldrecords.com. Sótt 23. júní 2024.
  2. „Records“. guinnessworldrecords.com. Sótt 23. júní 2024.
  3. Heimsmetabók Guinness útgefin á íslenzku, Morgunblaðið, 30. október 1977, bls. 2.
  4. Heimsmetabókin þín, Íslensk bókatíðindi, 1. desember 1977, bls. 8.
  5. Heimsmetabókin þín, Morgunblaðið, 3. desember 1977, bls. 15.
  6. Heimsmetabókin komin á íslensku í annað sinn, Morgunblaðið, 19. nóvember 1980, bls. 5.
  7. Heimsmetabók Guinness, Morgunblaðið, 22. nóvember 1980, bls. 7.
  8. Heimsmetabók Guinness, Íslensk bókatíðindi, 1. desember 1980, bls. 14.
  9. Íslendingar eiga mörg heimsmet, NT, 23. nóvember 1985, bls. 25.
  10. Heimsmetabók Guinness, Morgunblaðið B, 8. desember 1985, bls. 11.
  11. Heimsmetabók Guinness, Íslensk bókatíðindi, 1. desember 1985, bls. 11.
  12. Heimsmetabók Guinness, Íslensk bókatíðindi, 1. desember 1989, bls. 32.
  13. Heimsmetabók Guinness, DV, 13. desember 1989, bls. 42.
  14. Heimsmetabók Guinness með íslensku viðbótarefni, Morgunblaðið, 14. desember 1989, bls. 12.
  15. Nýjar bækur, Lesbók Morgunblaðsins, 13. nóvember 2004, bls. 17.
  16. Guinness World Records 2005, Bókatíðindi, 1. desember 2004, bls. 124–125.
  17. Guinness World Records 2006, Bókatíðindi, 1. desember 2005, bls. 134.
  18. Guinness World Records 2007, Bókatíðindi, 1. desember 2006, bls. 148.
  19. Guinness World Records 2008, Bókatíðindi, 1. desember 2007, bls. 180.
  20. Guinness World Records 2009, Bókatíðindi, 1. desember 2008, bls. 165.
  21. Guinness World Records 2010, Bókatíðindi, 1. desember 2009, bls. 148.

Tenglar

  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.