Handknattleiksárið 2006-07

Handknattleiksárið 2006-07 var keppnistímabilið í íslenskum handknattleik sem hófst haustið 2006 og lauk vorið 2007. Valsmenn urðu Íslandsmeistarar í karlaflokki og Stjörnustúlkur í kvennaflokki.

Karlaflokkur

Úrvalsdeild

Valsmenn urðu Íslandsmeistarar í meistaraflokki karla. Keppt var í átta liða deild með þrefaldri umferð.

Félag Stig
Valur 33
HK 32
Fram 26
Stjarnan 22
Akureyri 19
Haukar 14
Fylkir 12
ÍR 10

Fylkir og ÍR féllu niður um deild.

1. deild

Afturelding sigraði í 1. deild og fór upp í úrvalsdeild ásamt ÍBV. Keppt var í átta liða deild með þrefaldri umferð.

Félag Stig
Afturelding 39
ÍBV 30
Víkingur / Fjölnir 25
FH 23
Selfoss 19
Grótta 17
Haukar b-lið 13
Höttur 2

Deildarbikarkeppni HSÍ

HK vann deildarbikarkeppnina sem fram fór að Íslandsmóti loknu með þátttöku fjögurra efstu liðanna.

Bikarkeppni HSÍ

Stjarnan sigraði í bikarkeppninni eftir úrslitaleik gegn Fram.

Undanúrslit

Úrslit

  • Stjarnan - Fram 17:27

Evrópukeppni

Fjögur íslenskt félög sendu lið til þátttöku í Evrópukeppni í kvennaflokki: Fram, Stjarnan, Haukar og Fylkir.

Evrópukeppni meistaraliða

Framarar kepptu í Evrópukeppni meistaraliða og hófu leik í riðlakeppni 32 liða.

32-liða úrslit

Keppt var í átta fjögurra liða riðlum, með tvöfaldri umferð.

Félag Stig
VfL Gummersbach, Þýskalandi 10
RK Celje, Slóveníu 10
Sandfjord TIF, Noregi 4
Fram 0

Evrópukeppni bikarhafa

Stjörnumenn tóku þátt í Evrópukeppni bikarhafa en féllu naumlega út strax í fyrstu umferð.

1. umferð

  • Madvescak Zagreb, Króatíu - Stjarnan 36:29
  • Stjarnan - Madvescak Zagreb 28:22

Evrópukeppni félagsliða

Haukar tóku þátt í Evrópukeppni félagsliða en féllu út í annarri umferð.

1. umferð

  • Conversano, Ítalíu - Haukar 32:31
  • Haukar - Conversano 28:26

2. umferð

  • Paris Handball, Frakklandi - Haukar 34:24
  • Haukar - Paris Handball - Haukar 19:29

Áskorendakeppni Evrópu

Fylkir tók þátt í Evrópukeppni í fyrsta sinn, en komst ekki upp úr fyrstu umferð.

1. umferð

  • St. Ottmar, Sviss - Fylkir 30:29 & 30:29

(báðir leikir fóru fram ytra)

Kvennaflokkur

1. deild

Stjarnan varð Íslandsmeistari í meistaraflokki kvenna. Keppt var í níu liða deild með þrefaldri umferð.

Félag Stig
Stjarnan 43
Grótta 35
Valur 32
Haukar 2
Fram 25
HK 25
ÍBV 18
FH 6
Akureyri 3

Deildarbikarkeppni HSÍ

Stjarnan vann deildarbikarkeppnina sem fram fór að Íslandsmóti loknu með þátttöku fjögurra efstu liðanna.

Bikarkeppni HSÍ

Haukastúlkur sigruðu í bikarkeppninni eftir úrslitaleik gegn Gróttu. Tólf lið tóku þátt í mótinu

1. umferð

8-liða úrslit

Undanúrslit

Úrslit

Evrópukeppni

Eitt íslenskt félag sendi lið til þátttöku í Evrópukeppni í kvennaflokki, Haukar.

Evrópukeppni bikarhafa

Haukar kepptu í Evrópukeppni bikarhafa, en félul út í fyrstu umferð.

1. umferð

  • Haukar - Cornexi Alcoa-HSB Holding, Ungverjalandi 26:31
  • Cornexi Alcoa-HSB Holding - Haukar 22:22