Halldór Halldórsson (fæddur 19. nóvember 1948) er stærðfræðingur og dósent við Háskólann í Reykjavík
Ævi og störf
Halldór lauk stúdentsprófi af náttúrufræðibraut frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1968. Sama ár hóf hann nám í hreinni stærðfræði við University of St.Andrews í Skotlandi . Hann útskrifaðist árið 1972 með B.Sc Honours gráðu.[1]
Hann starfaði við Menntaskólann við Hamrahlíð árin 1975-1980. Þar kenndi hann stærðfræði, eðlisfræði og stjörnufræði. Árið 1977 tók hann við starfi deildarstjóra við stærðfræði. Á þessum árum var hann einnig stundakennari við ýmis stærðfræði- og eðlisfræðinámskeið í Háskóli Íslands.[2]
1982 hefur Halldór masters nám í nytjastærðfræði við Rensselaer Polytechnic Institude í New York. Hann hlaut þaðan M.Sc. gráðu við stærðfræðileg líkön árið 1983. Sama ár hóf hann masters nám við tölvunarfræði við University of Wisconsin. Hann hlýtur M.Sc. gráður í tölvunarfræðum þaðan árið 1984.[2]
Hann hóf störf við Háskólann í Reykjavík (þáverandi Tækniskóla Íslands) við tölvunarfræðikennslu þar sem hann vann að þróun á tölvunarfræðideild HR. Halldór hefur síðan starfað við kennslu á tölvunarfræðideild Háskólans í Reykjavík. [2]
Halldór sat í stjórn Íslenska Stærðfræðafélagsins árið 2006.[2]
Heimildir
- ↑ http://wayback.vefsafn.is/wayback/20041116205900/www.ru.is/halldor
- ↑ 2,0 2,1 2,2 2,3 http://ru.is/kennarar/halldor/CurriculumVitae2007.pdf