Höfuðborgarsvæðið

Höfuðborgarsvæðið
Hnit: 64°06′N 21°53′V / 64.100°N 21.883°V / 64.100; -21.883
LandÍsland
Kjördæmi
Stærsti bærReykjavík
Sveitarfélög7
Flatarmál
 • Samtals1.046 km2
Mannfjöldi
 (2024)[1]
 • Samtals244.177
 • Þéttleiki233,44/km2
ISO 3166 kóðiIS-1
Svæðið á Open Street Map.
Loftmynd.

Höfuðborgarsvæðið er sá hluti Íslands sem samanstendur af Reykjavíkurborg og næsta nágrenni hennar. Algengasta afmörkun svæðisins er sú að það nái yfir Reykjavík og 6 nágrannasveitarfélög hennar. Svæðið nær frá botni Hvalfjarðar í norðri og suður fyrir Straumsvík sunnan Hafnarfjarðar, jarðfræðilega er það hluti Reykjanesskaga. Svæðið er afar þéttbýlt á íslenskan mælikvarða og óx mjög hratt á síðari hluta 20. aldar, nú búa þar um 64% Íslendinga; um 255.656 manns (apríl 2024. Þjóðskrá).

Sveitarfélögin á svæðinu eiga með sér víðtækt samstarf á ýmsum sviðum. Til dæmis í sorpmálum og almenningssamgöngum auk þess að þau reka sameiginlegt slökkvilið. Árið 2007 var svo stofnað sameiginlegt lögregluembætti fyrir allt svæðið.

Svæðinu er skipt niður í þrjú kjördæmi vegna alþingiskosninga: Reykjavík skiptist í norður og suðurkjördæmi en hin sveitarfélögin á svæðinu tilheyra Suðvesturkjördæmi (kraganum). Það land sem sveitarfélögin ná yfir var hluti af Gullbringu- og Kjósarsýslu. Til forna var þetta land hluti Kjalarnesþings.

Hvað dómsvald í héraði snertir þá tilheyra Reykjavík, Seltjarnarnes, Mosfellsbær og Kjósarhreppur umdæmi héraðsdóms Reykjavíkur en Garðabær, Hafnarfjörður og Kópavogur umdæmi héraðsdóms Reykjaness.

Sveitarfélög

Sjö sveitarfélög eiga aðild að Samtökum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu:

Sveitarfélag Mannfjöldi[2] Flatarmál (km2)[3] Þéttleiki (Íbúar/km2) ISO 3166-2
Reykjavíkurborg 143.558 277,1 440 IS-RKV
Kópavogsbær 40.620 83,7 397 IS-KOP
Hafnarfjarðarkaupstaður 31.568 143,3 187 IS-HAF
Garðabær 19.521 74,4 195 IS-GAR
Mosfellsbær 13.792 193,7 48 IS-MOS
Seltjarnarnesbær 4.712 2,3 1.918 IS-SEL
Kjósarhreppur 281 287,7 0,8 IS-KJO
Alls 254.052 1.062,2 199

Mannfjöldi

Þróun mannfjölda á höfuðborgarsvæðinu.
Ár Mannfjöldi Hlutfall af
heildarfjölda
1920 21.441 22,70%
1930 33.854 31,16%
1940 43.841 36,06%
1950 65.080 45,10%
1960 89.493 49,93%
1970 109.238 53,40%
1980 121.698 52,65%
1990 145.980 56,65%
2000 175.000 61,44%
2010 196.916 63,25%
2020 228.418 63,66%
2024 254.052 [4] 63,6%

Tilvísanir

  1. „Mannfjöldi – Sveitarfélög og byggðakjarnar“. Hagstofa Íslands. Sótt 13. desember 2024.
  2. [1]. Þjóðskrá. Sótt 6/1 2024
  3. Landmælingar Íslands. Kortasjá. Sótt 15. desember 2015
  4. [2] Þjóðskrá, 4. janúar 2024