Gísli Ásmundsson

Gísli Ásmundsson (24. mars 190629. júní 1990) var þýskukennari og afkastamikill þýðandi. Hann er einna þekktastur fyrir þýðingar sínar á bókum Stefan Zweig (Magellan, könnuður Kyrrahafsins), Thomas Mann (Tóníó Kröger), Goethe (Raunir Werthers unga) og Karen Blixen (Jörð í Afríku). Þá þýddi hann einnig fjölda barnabóka, svo sem bækurnar um Hardý-bræðurna Frank og Jóa.

Gísli stundaði nám í bókmenntasögu, þýsku og mannkynssögu við háskólana í Heidelberg, Leipzig og Vín á árunum 1930-1933. Hann var kennari við Verslunarskóla Íslands í fjörtíu ár, frá 1933 til 1973.

  Þessi æviágripsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.