Guðjón Arnar Kristjánsson (GAK)
Fæddur 5. júlí 1944 (1944-07-05 )
Ísafirði , Íslandi Látinn 17. mars 2018 (73 ára)
Reykjavík , ÍslandiStjórnmálaflokkur Frjálslyndi flokkurinn Maki Björg Hauksdóttir (skilin) Maríanna Barbara Kristjánsson (g. 1989) Börn 6 Æviágrip á vef Alþingis
Guðjón Arnar Kristjánsson (5. júlí 1944 – 17. mars 2018 ) var íslenskur stjórnmálamaður og formaður Frjálslynda flokksins . Guðjón var fyrrverandi skipstjóri og fjallaði mikið um sjávarútvegsmál og hagsmuni sjómanna. Vegna þessa var hann af mörgum talinn talsmaður landsbyggðarinnar .
Guðjón var sonur Kristjáns Sigmundar Guðjónssonar og konu hans, Jóhönnu Jakobsdóttur. Fyrir stjórnmálaferilinn fékkst Guðjón við sjómennsku, hann lauk stýrimannanámi við Stýrimannaskólann í Reykjavík og var skipstjóri í þrjá áratugi. Guðjón var formaður Skipstjóra- og stýrimannafélagsins Bylgjunnar 1975-1984 og forseti Farmanna- og fiskimannasambands Íslands 1983-1999. Guðjón var meðlimur í Sjálfstæðisflokknum líkt og Sverrir Hermannsson en árið 1999 sögðu þeir sig frá honum og stofnuðu Frjálslynda flokkinn. Guðjón hafði þann siðinn að halda ræður einhverstaðar á landinu á Sjómannadeginum .
Guðjón lýsti sig andsnúinn stuðningi íslenskra stjórnvalda við stríðið í Írak . [1] Frjálslyndi flokkurinn var gagnrýndur fyrir umburðarlitla afstöðu sína gagnvart innflytjendum. Guðjón hélt því sjálfur fram t.d. að undirboð erlends vinnuafls skaðaði starfsaldurtengd lífeyrisréttindi íslenskra iðnaðarmanna. [2]
Tengill