Paul Gustave Doré (6. janúar 1832 – 23. janúar 1883) var franskur myndlistarmaður, myndskeri, bókaskreytingamaður og myndhöggvari. Hann fékkst aðallega við gerð viðarskurðarmynda og stálskurðarmynda. Meðal þekktustu verka hans eru myndskreytingar við Biblíuna, Don Kíkóta og Hinn guðdómlega gleðileik.